Komin með leið á ozzy Eiginkona rokkgoðsins Ozzy Osbournes segist sjá eftir því að hafa hleypt myndatökuliði inn í húsið þeirra til að gera svokallaða raunþætti þar sem fylgst er með lífi þeirra í fjölskyldunni allan daginn. Sharon, sem hefur þjáðst af ristilkrabba segir að sjúkdómurinn hafi einnig valdið því að maður hennar, Ozzy, hafi byrjað að drekka aftur. Hún segir þetta vera síðasta árið alveg pottþétt, þau geti ekki meira.

Fyrsta serían sló öll met á MTV og gerði hinn gamla Ozzy og fjölskyldu hans landsþekkt um öll Bandaríkin.

Sharon segir þættina hafa breytt svo miklu, bætir hún við að krakkarnir þeirra eru núna með eigin lögfræðinga og umboðsmenn.

“Because it's a moment in time, when we were innocent to it all, we went in feet first and you can't recreate that,” sagði hún.

“Yes, now, this series, people will see what the first series has done to our lives and it will take people to the next stage. But after that, it's over.”

Sharon segir að Ozzy sé byrjaður að drekka á ný vegna krabbameins Sharon og segir hún: “We agreed to do the show and so the cameras are here all the time.”

”So it's a little bit invasive right now and we have no privacy. You know when you're sick, you want to be on your own. I can't throw up on my own and Ozzy can't get drunk on his own."