Ég var auðvitað mættur fyrir framan skjáinn á föstudagskvöldinu þegar Hrefna og Anna voru að keppa til úrslita í Ídol, ég ásamt mörgum vinum og ættingjum var mættur í smáralind til að fylgjast með.

Hrafna byrjaði vel og fannst mér hún taka fyrstu 2 lögin betur en Anna en í þriðja laginu fannst mér vanta uppá sviðsframkomu og að gera lagið að sínu. Hrefna var ekki í miklum grínhug þegar hún steig fram á sviðið og heyrst hefur að þegar hún ætlaði uppá svið að hún hafi gefið gömlum stjórnanda þáttarins olnbogaskot, en það hefur ekki verið sannað. En þótt Hrafna hafi ekki verið í grínunu þá kom Jón Ólafsson með einn létta og laggóðann brandara þegar hann sagði; ég hélt að ég væri bara kominn til Perú! En Hrafna söng einmitt lag eftir Bandaríska söngkonu sem hefur verið að gera það gott í Frakklandi síðustu ár.

Anna var með svolítinn hnút í bakinu fyrir kvöldið sýndist mér á henni og virtist stressið alveg ætla að fara með hana í fyrsta laginu, en svo í lagi númer 2 kom hún eins og nýþveginn panna útúr uppþvottavélinni og söng næstu 2 lög eins og hún hefði ekki gert neitt annað, tók skemmtilegar slaufur og kom á óvart með kjólnum sem hún sagðist hafa fengið hjá öldruðum ættingjum sínum í Kanada.

Dómurunum fannst Anna vera svolítið mikið á lágu tónunum og sögðu að hún mætti alveg þora að fara aðeins upp á háu tónana og skreyta þetta með smá slaufum og kertum, þá kom hún Anna með svar sem enginn í salnum eða heima bjóst við, en hún sagði; ég átti afmæli fyrir 4 vikum á 3 dögum. Dómararnir skelltu auðvitað uppúr eins og áhorfendur í salnum og heima í stofu, enda langt síðan eða bara aldrei sem þvílíkur húmoristi hefur tekið þátt í Idol stjörnuleit.

Svo kom að því að Hrafna var krýnd sigurvegari í Idol þetta árið og sást greinilega að fékk illt augnaráð frá Önnu og spekingar hafa reiknað út að henni verði ekki boðið í afmælið hennar á næsta ári, þegar hún verður 26 ára. Anna var auðvitað spurð af hverju henni væri ekki boðið og Anna svaraði með hálfum hálsi; æj ég held að ég haldi bara uppá afmælið með fjölskyldunni.

En þrátt fyrir mikla keppni átti Hrafna alveg skilið sigurinn.

Ég veit ekki hvað ég geri þessa föstudaga sem eftir eru fram að næstu keppni en lífið er fullt af óvæntum uppákomum svo við (þjóðin) bíðum spennt þar til næst.

Takk fyrir.
Reggies..