Sæl öll sömul.

Hérna eru smá upplýsingar um Survivor 4.

Survivor 4 átti að gerast í Jordan og kallast Survivor -Arabia-, en eftir 11. sept. breyttist allt saman.

Survivor 4 -Marquesas- gerist á eyjunni Nuku Hiva sem tilheyrir Franska Polynesian eyjaklasanum Marquesas, sama eyjaklasa og Tahiti tilheyrir. Ættbálkarnir tveir eru staðsettir á suðurstönd eyjarinnar. Ættbálkarnir tveir verða í sitthvorum dalnum en þeir eru Hakatea og Hakapaa. Tribal Concil er staðsettur í flóanum Colette. Einhverjar nýjungar verða í fjórðu seríu, aðeins til að gera hana betri. Engar upplýsingar eru um keppendurna en því miður eru einhverjar gróusögur um seinustu keppendurna. Alls ekki verður greint frá því hér. Aldrei af mér að minnsta kosti.

Upptökur á Survivor 4 luku 19. 19 desember 2001.

Survivor 4 verður frumsýndur 28. febrúar í bandaríkjunum og ég vona það að skjár einn verði ekki eins langt á eftir og undanfarnar seríur.

- OUTWIT - OUTPLAY - OUTLAST -