Fyrirkomulagið er þannig að kosning er aðfaranótt miðvikudags í Rock Star Supernova. Neðstu tveir keppa í sing-off og annar þeirra verður sendur heim. Hinir þrír keppa svo um verðlaunin. Þannig að það er nauðsynlegt að kjósa Magna aftur og sjá til þess að hann fari alla leið. Jafnvel þótt Supernova vilji hann ekki þá er það samt þess virði að sýna þessum bjálfum að heimsbyggðinni finnst Magni vera bestur.