Ætla aðeins að skrifa um hvað mér finnst persónulega um the bachelor.

Fyrstu þáttaraðirnar voru í fínu lagi, eitthvað nýtt og óvenjulegt, en svo byrjuðu fleiri þáttaraðir að koma.
Skrýtið hvennig allar þáttaraðir eru eins, piparsveinninn/piparsveinkan kyssir alla, allir halda að þeir séu þau einu sem hafa fengið koss og eru númer eitt.
Svo kemur rósa afhendingin kemur og manneskjan sem verður rekin heim grætur eða tárast og segist halda að þessi manneskja væri sú eina, allavena í mörgum tilefnum. Stundum er manneskjan bara sátt eða eitthvað.
Ég man þegar loksins kom the bacholeretee (vonandi stafað rétt).
En það eru margar búnar að koma og mér finnst soldið leiðinlegt að manneskjan sem var kannki í efstu tvem og svo send heim fær aukaséns, það er fínt en það er byrjað að vera mjög oft.
Auðvitað er gott að fá auka séns en mér finnst eins og fólk sem hefur ekki upplifað þetta ætti að fá það.
Mín skoðun..

Nýi bachelor; Já ég er ekki búin að sjá mikið af honum en sá eitthvað og mér finnst þetta ekkert það góðir þættir en eins og ég sagði er ég ekki búin að sjá þáttinn allan.
En ég sá þegar hann og eitthver af konunum voru á stefnumóti og hann spurði hvort henni líkaði hann því hann væri piparsveinninn, hvort henni myndi bara líka hvern sem er sem myndi labba í gegnum dyrnar.
En hún svaraði því neitandi og sagðist ekki líka við hann bara af því að hann væri piparsveinninn.
Mér fannst þetta meika mikið sens hjá honum, örugglega fullt af konunum líkar hann því að hann er piparsveinninn.
Mér finnst ekki mikill möguleiki að yfir tuttugu konur séu ástfangnar að sama manninum, en allt getur gerst.
Svo er líka ný gerð af bachelor, hann má afhenda rósina hvenær sem er og senda heim hvenær sem er.
Mér finnst það soldið sniðugt að hafa tilbreytingu og kannski verður þessi þáttaröð fín, en ég hef engan áhuga að horfa á hana, kannski ég sjái einn og einn þátt þegar það er ekkert í sjónvarpinu.

Allavena mín skoðun

Takk fyrir mig.
he's very sexy