Hvernig er það væri ekki gaman að fá fleiri svona “verluleikaþætti” í sjónvarpið hérna heima ? Nágrannalönd okkar eru með alveg heilan helling af þessum “sápum”, t.d. big brother, baren (barinn) o.m.fl. Það væri gaman að sjá eitthvað að þeim þáttum til sýningar hér á landi.
Flestir þessara þátta eru þannig gerðir að fólkið er myndað 24/7, maður getur alltaf kíkt á netið og fylgst með og svo er þetta auðvitað sýnt í sjónvarpinu. Svo geta áhorfendur heima í stofu, í sumum þáttanna allaveganna, sem sagt sent í burtu fólk. Þá stendur valið á milli tveggja einstaklinga og maður getur svo hringt og valið hvorn þeirra maður vill að verði látinn fjúka.
Þetta er hin ágætasta skemmtun að horfa á svona þætti, svipað og sápuóperurnar bara :)
-Song of carrot game-