Þetta er smá um fjöllum um veruleikaþætti á skjáeinum:
Bestu veruleikaþættirnir! - SKJÁREINN var fljótur að kveikja á veruleikasjónvarpsþáttum, s.s. Survivor sem framleiddar hafa verið heilar átta þáttaraðir af, og virðist ekkert lát á vinsældum þeirra. Þættirnir um einmana piparsveina og –júnkur í leita að hinum/hinni eina/u rétta/u The Bachelor og The Bachelorette slógu einnig í gegn og hver man ekki eftir Love Cruise..? Nú er á dagskrá 4. þáttaröðin um karl í konuleit og eins og venjulega úr fríðum flokki að velja fyrir hinn föngulega Bob Guiney. Nýjasta hugmyndin eru þættirnirnir um dekurrófurnar Paris Hilton og Nicole Ritchie, sem eru sendar í sveit og sagt að spjara sig án nuddpotta og Gucci skóverslana, í hinum frábæru The Simple Life eða Sveitalíf. Hinir geysivinsælu Queer Eye for the Straight Guy hafa einnig slegið í geng en þar tekur flokkur fimm samkynhneigðra karla sig til og kemur fótunum undir smekklausa og roddalega gagnkynhneigða karla, sem þó hafa rænu á að vilja bæta líf sitt. Hommarnir kenna körlunum hvernig þeir eigi að klæða sig og snyrta auk grundvallaratriða heimilishaldi og samskiptum.
OmG = ME = Pwn