Hvað er að ske með þessa þróun í sjónvarpi. Það kom auðvitað fyrst Survivor, sumir vilja meina að Danir hafi verið með svona þátt á undan Könunum. Síðan auðvitað Big Brother( fyrir þá sem ekki þekkja þann þátt þá fjallar hann um fólk sem býr saman í íbúð með myndavélum) og svo stökkið niður úr siðferðislegu sjónvarpi, Temptation Island þar sem markmiðið í þáttunum er að stía í sundur nokkrum pörum. Nú keppast sjónvarpsstöðvarnar við að reyna að finna nýtt efni eða að halda áfram með gömlu( Survivor 3). Það eru komnir þættir núna í USA þar sem einkaspæjarar njósna um karlmenn fyrir konurnar og koma upp um þá ef þeir eru að halda framhjá og það er tekið upp þegar konan mætir á staðinn og rífst við makann sinn halló hvar verður stoppað.
Þá er líka vert að spyrja hvað er það við þessa þætti sem grípur mann svona, mér finnst reyndar TI vera viðbjóður en ég horfi á Survivor. Er þetta sama regla og með bílslys, verður maður að sjá hvað er að ske, forvitnin drepur mann.
Hefur einhver góða skýringu á því afhverju þetta er svona vinsælt?