Ég spáði fyrir ca. viku síðan að Christa mundi verða kosin út á þingi 11. 4-2 og mér til smá furðu þá rættist það.
Ég var að hugsa um í gærkvöld hver fyki út næst og sá næsti í röðinni er Jonny Fairplay. Það ætti í raun að vera Sandra en ég tók eftir því í gær þegar verið var að sýna brot úr næsta þátti að það var striði af Jonny Fairplay segjandi við Söndru "I Swear on my grandmother, I swear, I swear… Einnig var sýnt eithvað annað atriði úr næsta þætti og það var í þá áttina að konunar eru orðnar hundleiðar á Burton og J. FairPlay.
Ég held að ástæðan að Fairplay sé að sárbæna Söndru er sú að Sandra hafi unnið friðhelgi og þá er hann kominn í mikla hættu því hún hatar hann. Ég held að Burton og Jon kjósi Lill en Sandra, Darrah, og Lill kjósi Jonny Fairplay og hann verður því kosinn út 3-2.
Ef Sandra vinnur ekki friðhelgi þá er hún farinn. Burton gæti einnig verið í hættu ef Sandra vinnur friðhelgi því hann er í langbesta forminu af þeim sem eftir eru.
Eins og ég hef sagt þá er þetta enginn spoiler því við erum á nákvæmlega sama þætti og Bandaríkjamenn. Þetta er bara mín spá