Það er eðlilegt að hópurinn reyni að losa sig við þann sem er sterkastur - hvernig eiga þau annars að eiga möguleika á sigri? Það var blátt áfram heimskulegt að halda í Rupert. Það er hins vegar nokkuð víst að hann mun ekki gleyma þessum svikum þegar kemur að lokavalinu. Burton fær svo að fjúka við fyrsta tækifæri - hann er alltof sterkur að maður tali nú ekki öruggur með sig. Það hefur orðið mörgum manninum að falli í þessari keppni - þeir telja sig hafa vald yfir öðrum án þess að gera sér grein fyrir að meðspilendur þeirra vilja vinna alveg jafn mikið. Rupert varð óvarkár og treysi blint á Lil sem reyndist dýrkeypt. Lil hins vegar held ég að hafi gert mikil mistök með að svíkja Rupert - það var miklu líklegra að hún kæmist áfram með hans hjálp heldur en hjálp vitleysingjanna Burtons og Johns. Annars kæmi mér það ekki á óvart þótt John væri í lokahópnum - held hann fari í taugarnar á öllum - ekki bara áhorfendum - og þú vilt slíkan “andstæðing” þegar kemur að úrslitinum.<br><br>—————–
*Evil things have plans. They have things to do!*
——————