Ég er búin að fylgjast með survivor frá upphafi og mér finnst þetta ágætis þættir en ég er búin að taka eftir nokkrum atriðum sem bara standast ekki, t.d. í survivor Ástralía þegar það kom flóð og það fór yfir skýlið þeirra og þau föttuðu að hrísgrjónin höfðu farið með fljótinu og þau fóru að leita að þeim og svo kom í ljós að hrísgrjónin höfðu krækst í grein og voru föst! Mér fannst mjög mjög ólíklegt að þau hefðu bara krækst í eitthvera grein!!!! Það var líka annað atvik sem gerðist í survivor amason þar sem það kviknaði í hjá þeim. Það skrítna við það er að þegar það var sínt kom bara stórt bál og þegar þau komu aftur var búið að slökkva eldinn. Það sem ég held að hafi gerst er að einhver myndatökumaður hafi kveikt í og slökt eldinn þegar það merkilegasta var brunnið.
Þetta allavega mitt álit á þessu máli.

kveðja Bjorkbaun