Gæti verið að survivor sé skrifað handrit?

Þetta er bara hugmynd hjá mér og ég hef lítil rök á bak við hana, en svona hegðunin, t.d. hjá körlunum í fyrsta þættinum. Þeir voru svo vissir um að sigra, en síðan gátu tveir menn ekki einu sinni skriðið yfir bjálka! Þetta er svoldið fáránlegt.

Síðan þegar þau yngstu fóru að kjósa… þá var annar ættbálkurinn “viljandi” gerður áberandi sterkari. Hann tapaði síðann friðhelgiskeppninni. Getur verið að þetta sé skrifað af einhverjum?

Eru þetta allt leikarar?

Þetta er ekki endilega mín skoðun, en ég er forvitinn um svörin, eru einhverjir sem telja að þetta sé raunvörulega skrifað.

Eða eru enn aðrir sem telja að þetta sé ískaldur raunvöruleikinn.

Hvað finnst þér?