Er Survivor þreytt sería.Þegar þið horfið á Survivor sjáið þið greinilega að þetta er alltaf sami hópurinn, svarta konan, svarti maðurinn, gamli karlinn, gamla konan, krullhærði metnaðargjarni gaurinn, veimiltítan, litla stelpan sem vingast við gamla karlinn. Þetta er svolítið augljóst er það ekki. Svo þegar serían er kynnt er talað um að við eigum von á nóg af stórhættulegum dýrum sem hika ekki við að drepa fólk, hættulegustu hákarlar heims, slöngur, hvað kemur næst? Samt hefur þetta nánast undantekningarlaust ekki sést. Svo er kynnirinn svo óþolandi. Brosir að öllu sem gerist. Eina stundin sem ég sá hann ekki brosandi í Thailandi var þegar að ein survivor stelpan lýsti hvernig fjölskyldumeðlimur hefði dáið. Þetta var fínt fyrst en slappast þegar við vitum hverju við eigum von á. Svo er augljóst að þeta er á köflum tekið eins og kvikmynd, einu sinni sá ég Clay með einhverjum úti á bát á vatninu og svo var allt í einu myndavélin í bátnum á næsta andartaki. Hvernig stendur nú á því,hummmmmmmm?!? Takk fyrir.

P. S. Farið varlega í sakirnar við að svara þessu.