Survivor byrjaði ágætlega, og hélst frekar áhugavert þar til eini stuðboltinn sem reifst eitthvað (Ghandia) var rekin út. það er hræðilegt hvað þau (þáttakendurnir) eru öll búin að pæla mikið í fyrri þáttarröðum. Þau eru gegnumsýrð af gömlum stragedíum og samböndum og búin að stúdera þetta eins og hægt er. Næst ætti að setja fólk í þáttin sem hefur aldrei horft á Survivor. Fólk sem er með fordóma eða fóbíu gagnvart þáttunum og vill ekkert af þessu vita. Allir í geggjuðum móral og með stæla, td. 80 ára gamlar konur vs. mótorhjólatöffarar… væri það ekki topp sjónvarpsefni.
Núna eru allir voða homie og góðir vinir síðan Shi-Ann fór (hin skapbomban) og ekkert kemur á óvart lengur. Þeim brá reyndar smá þegar þau föttuðu að þetta er örlítið frábrugðið fyrri seríum því það var ekki sameining strax heldur búa þau bara saman á eyjunni. Enda fóru þau öll í kerfi, löngu búin að plana allt samkv. survivor 1-4. Það verður að hafa aðeins litríkari karaktera í þessu, spice things up a little bit.. ég væri til í að fá Big Tom eða Jerrie (krullutíkin) inn í þetta sem gesti í einn dag. Bara til að hrista upp í hlutunum.