Bylting! (Spoiler) Það var bylting í Survivor í kvöld. Að minnsta kosti leit það þannig út. Kem að því síðar. En þátturinn….

Þátturinn byrjaði dálítið fyndinn þegar það var alltaf kvartað undan Sean að hann væri að prumpa. LOL! Hann er bara kúl. Svo fólk var dálítið pirrað út í hann. Allir voru að tala um að hann yrði rekinn. Eini keppandinn sem var með Sean í bandalagi var V. Sean vissi að hann yrði kosinn í burtu, svo hann reyndi að tala við Kathy. Það tókst og Kathy reyndi að tala við Paschal og Neleh en það tókst ekki.

Svo kom verðlaunakeppnin, ekkert sérstakt þar á ferð. Keppendur áttu að ná flugdrekanum sínum í 90 metra hæð og fengu þá köfunarferð. Kathy vann, og fékk Snickers.

Svo kom friðhelgiskeppnin. Hún var virkilega flott og frumleg. Hver keppandi fékk fyrst tening sem stóð á A, B, C, D, True og False. Þau áttu að nota hann til þess að svara spurningum sem Jeff spurði þau að, allt um Marquesas islands. Ef keppandi svaraði rétt, mátti hann fá að skera á band annars keppanda. Þegar þrjú bönd eru skorin þá er keppandinn úr. Þetta skýrði svona hatur milli keppanda. Fyrst kom Sean og skar bandið hans John. Svo komu þjónarnir hans John og skáru bönd Seans. Hefnd! Næst þegar Sean svaraði rétt skar hann aftur á bandið hans John. Gott hjá honum. En öll böndin hans voru skorin og hann úr leik. Næst kom svo V og Kathy. Þetta skýrði eiginlega goggunarröðina hjá þeim fjórmenningum, Robert, John, Tammy og Zoe. Í lokin vann Tammy friðhelgina.

Þegar þau komu aftur heim í Soliantu staðinn, fattaði Neleh að þau 4 séu í bandalagi og með þessari þraut voru þau að skýra hvern þau ætluðu að reka. Svo þannig leit það út að Sean, Neleh, Kathy og V ætluðu öll að vota einhvern í fjórmenningaklíkunni en Paschal var ekki viss.

Tribal counsilið var það flottasta ever. Fjórmenningar alveg handviss um að öll ætluðu að kjósa Sean. Jeff Probst spurði þau vandvalinna spurninga sem kom sumum í óþægilega stöðu eins og ávallt. Sean kaus John, og var með flotta ræðu eins og alltaf.
Svo þegar Jeff fór að lesa upp atkvæðin kom í ljós að John var kosinn í burtu. Bylting hafði átt sér stað. Leiðtoginn var kosinn í burtu sem virtist alltaf ætla að fara alla leið.

Fyrst Hunter, svo Gabriel og nú John. Alltaf svona óvæntir hlutir að ske. Ég bíð spenntur eftir framhöldunum! Lítur vel út fyrst að John er loksins kosinn í burtu.
<B>Azure The Fat Monkey</B>