Fyrir þá sem ekki sáu þáttin ættu að hætta að lesa.

Áður en ég byrja greinina vill ég biðja þá sem ætla að segja “þetta var komið nóg í 3. seríu” eða “kommon, hvernig getiði horft á þetta” að ekki koma með neitt svona comment, ég hef heyrt þau öll.

Þátturinn í kvöld var skemmtilegur (eins og allir aðrir) aðallega vegna þess hve Rob er Cool. Hann lætur aldrei neinn vaða yfir sig og þegar hann lýsti því yfir að hann myndi taka John niður það var dálítið cool, og vona ég innilega að hann muni gera það.

Maraamu vann verðlauna keppnina, eftir að Rotu gerði einhver asnaleg mistök. Verðlaunin voru matur. John, sem kallar sig sjálfan leiðtoga hópsins, sagði að það væri gott að þau hefðu ekki unnið því þá væru þau ekki alltaf úti að skíta.

Þá er það official, John er hommi, sagði það í þáttunum. Dálítið fyndið að maður hafði þetta á tilfinningunni. Hvernig hann talaði, lætur mann hugsa hvort allir hommar tali svona. Nenni ekki að pæla í því.

Rotu vann svo friðhelgiskeppnina, í völundarhúsi. Ég var rosa glaður með það því þá verður Rob og Sean minnst einum þætti lengur. Maraamú þurftu að reka einn úr “fjölskyldunni” og varð það Gina, sem mér fannst dálítið skrýtið þar sem Kathy var mun leiðinlegri.

Næsti þáttur lítur vel út í sameiningunni, þá mun Rob geta komið með einhverjar snilldar áætlanir eins og honum einum er lagið.
<B>Azure The Fat Monkey</B>