Ég hef nú verið ´töluverður survivor fan í mér allt frá fyrstu seríu. En nú finnst mér það nánast hin versta pína að horfa á þá seríu sem er í gangi! Hóparnir samanstanda nú af einhverjum Beverly-hills gelgju aðdáendahóps sem nenna ekki að lyfta littla fingri til að koma einhverju í verk. Hinar 3 serírnar voru allar mjög fínar að mínu mati þót dalandi hafi farið með hverri seríu, en sú 4 hefur bara ekkert nýtt uppá að bjóða! Þetta er alltaf sama formúlan öfugt við fyrstu seríu þá taka letingjarnir saman og hinir duglegu og eru í stöðugu sálarstríði við hinn hluta ættflokksins. Þau vinna ekki saman, maður veit meira og minna hver fer næst svo hættir þetta fólk hreinlega ekki að kvarta yfir hvað þetta sé erfitt og svo framvegis. Afhverju var þetta fólk þá yfir höfuð að skrá sig í þetta ef þau eru svo vandanum ekki vaxin? Svarið er eflaust hin fræga og vinsæla *15 minutes of fame*.
Hvernig er það annars er ekki hægt að senda hamborgarassana í smá action uppá grænlandsjökul eða útilegu í heiðmörk?? Fólkið sem er í þessum þáttum búa oft í grend við Flórída eða aðra heita staði sem er svipað ef ekki hærra hitastig en á þessum lúxus eyjum þarna í karabíar-hafinu. Fólk vill kanski sjá smá hold en gellurnar eru hvort eð er alltaf kosnar heim á fyrstu vikunni svo maður situr uppi með 70 ára bíkínikellingar dillandi sér í sólinni með þeim afleiðingum að maður missir matarlystina. Ég er ekki virkur aðili á þessu áhugamáli og veit ekki ef þetta er allt gömul lumma en ef þið ætlið að svara þessu þá bið ég ykkur að svara ekki með einhverjum fúkkyrðum og kjaft eða *slepptu því að horfa á þáttinn* Ég vil bara komast að því hvort einhver sé sammála mér að smá breyting gerði ekkert verra og hvort næsta sería muni breyta eitthvað til takk fyrir.