Þetta var mjög skemmtilegur þáttur, mikið að gerast og allt. En áður en ég gef stutta frásögn um þennan þátt vil ég minnast á að þeir sem sáu hann ekki eiga ekki að lesa meira.

Í þessum þætti gerðist það sem sumir voru að bíða eftir. Í verðlaunakeppninni þá var ekki hægt að vinna neitt, allir áttu að velja sér svona trébút til að standa á, bara af handahófi, og svo áttu þau að snúa trébútnum við og þar undir voru ættbálkamerkin.
Svona endaði þessi skipting:

MARAAMU:

Gina
Kathy
Neleh
Sarah
Paschal (Hann var eini karlmaðurinn)

ROTU:

Gabriel
John var
Rob fór
Robert
Sean
Tammy
Vecepia
Zoe


Eins og þið sjáið þá eru þetta MJÖG ójöfn lið, í fyrsta lagi því núna eru 5 manneskjur í Maraamu og 4 af þeim eru konur plús Sarah gerir aldrei rassgat þannig að hún er varla talin með og karlmaðurinn er einhver gamall kall sem getur varla neitt. Og í öðru lagi því að það eru 8 manns í Rotu, þar að auki 5 nokkuð sterkir karlmenn og Zoe er frekar sterk líka.

Nú, hvað um það, keppnin þessa vikuna var að setja einhverja mynd saman, veit ekki alveg hvernig ég get útskýrt það nánar, þetta var eitthvað mjög flókið. En hvað um það, Rotu vann (úúúú surprise) og Maraamu þurfti að fara á þingið AFTUR og Sarah var votuð út og ég segi bara LOKSINS, hún hefði átt að vera farin fyrir löngu.
En hvað um það, vona að þið hafið skemmt ykkur við að horfa á þennann þátt, ég gerði það að minnsta kosti.

Kveðja : Skari2