Annar þáttur í Survivor Marquesar þáttaröðinni var í kvöld! Í öðrum þættinum fær maður að kynnast fólkinu aðeins betur. Núna er ég búinn að ákveða hvaða tribe ég held með og hvaða manni.
Maraamu og Sean. Svörtu gaurarnir eru alltaf skemmtilegastir. Líka C.B. (Survivor: Africa) sem hélt að hann væri warrior og var alltaf að mála sig. Sean er alltaf að segja brandara og í fyrsta þætti þegar hann var að gera grín að Hunter, það var alveg frábært. Svo þegar hann sagði “I´m from Harlem and representing”

Reward challengið í þessum þætti var dálítið sniðugt. Keppendur áttu að synda niður á hafsbotn og pikka upp steina til þess að þeirra bátur gæti flotið. Svo áttu þau að sigla í land á undan hinum. Rotu vann þetta og fengu þau kafaradót sem gagnast til veiða.

Imunity challengið var matarkeppni. Illa lyktandi kjöt með flugum sem hefðu skitið þarna í aldarraðir. Rotu vann þetta og þurfti Maraamu að fara á þing. Þar var Patricia (Mom) kosin í burtu. Ég hefði brjálast ef Sarah hefði verið kosin.

Mér sýnist þessi sería geta orðið sú skemmtilegasta hingað til. Skemmtilegri en 2 og 3. Umhverfið er eins flott og það getur verið og keppendurnir eru skemmtilegir.

Hverjum haldið þið með?
<B>Azure The Fat Monkey</B>