Ég var svo óheppinn að þar sem ég var að vesenast í tölvu sem bróðir minn á þá poppaði ICQ upp um leið og ég tengdi hana við netið, með ICQ poppar alltaf upp auglýsingagluggi og þar stóð núna með stórum stöfum “XXX wins Survivor” og mynd af viðkomandi aðila.

Af hverju var ég samt að skrifa XXX þarna? Því að ég vil ekki eyðileggja þetta fyrir öðrum þó að ICQ hafi eyðilagt fyrir mér. Hins vegar eru ekki allir eins þenkjandi og ég, fámennur hópur idjóta leikur sér að því að pósta á þessu áhugamáli úrslitum sem eru fram í tímann þar sem við erum 5-6 vikum á eftir Bandaríkjunum.

Þessi munur á milli okkar og Bandaríkjanna er aðalmálið, það að hann er svona mikill gerir málið stærra.

Eftir að einhver fávitinn póstaði hérna því að Brandon og Frank yrðu sendir burtu næst þá hætti ég að koma hingað, ég vildi ekki láta eyðileggja meira fyrir mér.

Núna eftir að ICQ skemmdi allt fyrir mér kom ég hingað og ætlaði að vara fólk við því að kveikja á ICQ, þá sá ég grein þar sem að RealPlayer hafði eyðilagt fyrir öðrum. Neðar í þeirri grein var svo enn einn fávitinn mættur til að eyðileggja fyrir öðrum með því að segja hver vann.

Þetta áhugamál á að forðast eins og heitan eldinn ef að maður hefur áhuga á Survivor, það er nokkuð ljóst. Það verða alltaf til fávitar, og svo lengi sem að munur er á milli útsendinga hér og og í Bandaríkjunum, þá verður alltaf hægt að eyðileggja spennuna fyrir öðrum.

Eina vonin er sú að Skjár 1 sé ekki meira en viku á eftir.. það reddar ekki öllu en einhverju.

Mín ráðlegging er því sú að hreinlega loka þessu áhugamáli eða læsa, hleypa verði fólki inn á það gegn drengskaparheiti þess að það muni ekki kjafta frá og ef það gerir eitthvað af sér er því miskunnarlaust hent út.

Þau ykkar sem ekki vita enn hver vann ráðlegg ég að lesa ekki lengra (enda aldrei að vita nema að einn fávitinn enn pósti því í enn eitt skiptið sem svari við þessari grein) og koma ekki á hugi.is/survivor fyrr en eftir lokaþáttinn hér á landi.

Augustus

(bil til að passa upp á spoilers)

(bil til að passa upp á spoilers)

(bil til að passa upp á spoilers)

(bil til að passa upp á spoilers)
Summum ius summa inuria