Jæja!! Þá loksins kom að því.. sameiningin.

Motojia eða hvað sem þau skýrðu flokkinn. Clarence fannst mér ekki eiga skilið að vera kosinn af. Ég er ekki stuðnings maður hans en mér fannst hann sanna sig alveg 100% þegar stóð við orð sín gagnvart Teresu. Að vísu eru einstaklingarnir farnir að skapa meiri ógn en var áður. Við sáum hvernig Samburu-yngri fengu að finna fyrir exinni þegar einingu þeirra var splundrað en nú standa allir bara einir frammi fyrir öllum hinum. Lex fannst mér ekki hefði átt að segja Clarence frá því að þau ætluðu að kjósa hann í burt. Hann hefði bara átt að halda sér dipló og ekki skera sig svona út með að segja hver væri “sameiginleg” niðurstaða gamla Boran og að nú væri best að hann færi. Frank er líka farin að skera sig töluvert úr. Ef hann vill ná því að vera í top 5 þá þyrfti hann að tala örlítið meira en bara við Teresu. Þau eru farin að sjá að hann er enginn félagsvera og fólkið er farið að hræðast hann. Kelly er sterk. Að mínu mati er hún ennþá einna raunsæust af þeim sem eftir eru.
Núna vona ég bara að þeir sem eru með styðsta kveiki-þráðinn fari að missa stjórn á sér og hreinlega missi sig eða eitthvað..
.. geri þetta eitthvað krassandi.