Þessi grein er aðallega byggð á grein sem er að finna í nóvemberhefti bandaríska Cosmopolitan blaðsins. Þar segir Stacey Stillman, sem var þátttakandi í Survivor 1 sína sögu og ástæður þess að hún hefur höfðað mál á hendur framleiðendum þáttanna.

Stacey þessi var sú þriðja sem var rekin af hitabeltiseyjunni Pulau Tiga þar sem leikurinn var leikinn í fyrsta sinn.
Sú fyrsta sem var rekin heim var Sonja Christopher (úr Tagi ættbálknum) sem var hugguleg eldri kona, tónlistarkona og kennari sem varð fyrir því óhappi að slasa sig snemma í fyrsta þættinum. Hún stóð sig þar af leiðandi ekki nógu vel í fyrstu keppninni og var send heim með 4 atkvæði á bakinu. Næstur í röðinni var BB Andersen (úr Pagong ættbálknum), byggingaverktaki á eftirlaunum sem þótti óhemju ráðríkur og enginn virtist kunna vel við. Reyndar var hann svo illa liðinn að hann var rekinn útaf með yfirburðakosningu, fékk heil 6 atkvæði á ættbálkaþinginu, sem þýðir að fyrir utan hann sjálfan var aðeins einn sem kaus hann ekki!
Og þá erum við komin að Stacey. Eins og hún segir söguna var Tagi ættbálkurinn eiginlega ákveðinn í því að kjósa Rudy í burtu, það mætti jafnvel segja að það hefði verið meðvituð ákvörðun hjá hónum að kjósa þá eldri út fyrst. Stacey var þess vegna tiltölulega örugg um sína stöðu og átti síst von á að vera kosin í burtu. Hún hafði rætt við Sean og Dirk og þeir voru sammála henni um að kjósa Rudy en þegar á þingið var komið var það Stacey sem mátti taka pokann sinn. Hún var mjög sár og þegar Dirk var kosinn út af nokkru síðar og þau hittust (þau mega nefnilega ekki fara aftur til Bandaríkjanna fyrr en það er búið að taka upp alla seríuna) sagði hann við hana að hann hefði þegið slæm ráð og kosið hana og að hann sæi eftir því.

Stacey hugsaði ekki meira um þetta, henni datt helst í hug að Richard eða Rudy sjálfur hefði sagt honum að kjósa hana. En þegar allt liðið hittist aftur í partíi til að fagna lokaþættinum spurði hún Dirk nánar út í þetta og hann sagði henni að Mark Burnett (framleiðandi þáttanna) hefði sagt þeim að kjósa hana frekar en Rudy. Burnett og aðrir framleiðendur höfðu það nefnilega fyrir sið að heimsækja búðirnar daglega, færa liðinu fréttir af hinum ættbálknum og taka viðtöl við keppendur.
Við þetta varð Stacey mjög undrandi vegna þess að þegar verið var að undirbúa keppendur fyrir þættina í Los Angeles hafði Burnett tekið margoft fram að þar sem þarna væru milljón dollarar í verðlaun þurfti að gæta þess að allt sem kæmi fram í þáttunum væri ekta og ekkert nema raunveruleikinn, það væri krafa frá einhverri eftirlitsstofnun. Svo að hún ákvað að fara í mál við burnett og hina framleiðendur þáttanna fyrir samningsbrot.

Þegar ég las þessa grein fór ég að hugsa um það hvað við sjáum í rauninni lítið brot af lífi þessa fólks sem tekur þátt í Survivor. Við fáum harðsoðinn klukkutíma af því sem þau upplifa á 3 dögum og vitum í ekkert hvað annað gerist heldur erum við látin mynda okkur skoðun eftir því sem framleiðendurnir vilja að við sjáum (sbr. kvartanir frá fyrrverandi þátttakendum um að þeir hafi verið látnir líta út fyrir að vera latari/tíkarlegri/meiri fífl en þeir eru í raun og veru) og það er bara ekki raunveruleiki þessa fólks heldur raunveruleiki þess sem gengur upp í sjónvarpi. Mark Burnett fannst allavega að “one-linerarnir” frá Rudy væru betra sjónvarpsefni en að hafa Stacy Stillman á skjánum.

Ég vil samt segja ykkur að ég er ekki að ráðast á skemmtanagildi Survivor sem sjónvarpsefnis, mér finnst þetta frábærir þættir og horfi alltaf á þá og er mjög spennt yfir þessari nýju seríu. Mér finnst bara ekki alveg hægt að taka allt sem gerist sem heilagan sannleik því það er svo margt sem við vitum ekki.
Testosterone is a great equalizer. It turns all men into morons…