Chekkið á þessum þætti!!! The Pick up artist.

Þetta er bráðfyndin sería sem að maður getur varla hætt að hlæja að! Ef að þér finnst gaman af vandræðanlegum félagslegum atriðum og yndislega hallærislegum náungum sem að halda að það sé ekkert svalara heldur en þeir sjálfir þá er þetta þátturinn fyrir þig.

8 körlum er komið saman í “piparsveinaíbúð”. Þeir eiga það sameiginlegt að þeir geta ekki haft samskipti við konur og nokkrir af þeim eru hreinir sveinar. Einn maður þarna lýsir sér sjálfur sem “The forty year old virgin… plus 5 years” Þeir byrja að kynnast hverjum öðrum og segja frá vandræðanlegum atvikum í lífinu þeirra. Þeir fá fljótlega að vita að kynnirinn og leiðbeinandi þeirra í þættinum ber nafnið Mystery. Til þess að gera Mystery örlítið meira dularfyllri fá þeir ekki að hitta hann og fyrstu samskiptin sem þeir fá við Mystery er í gegnum síma sem að segjir að þeir hitti hann um kvöldið og þá verður fyrsta könnunin kynnt.

Mystery er með tvo menn meðferðis með sér sem að eru líka “pick up artists” og eru þeir hver öðrum hallærislegrr. Einn þeirra er þessi “vonda hætturlega” týpa en hinn er að mínu mati afskaplega hýr. Mystery sjálfur er hávaxinn maður sem að klæðir sig á einkennilegan hátt til þess að skerast út úr þessum venjulega hóp fólks. Saman ætla þeir þrír að gjörbreyta lífi þeirra og að lokum krýna the pick up artist. Að þeirra sögn hafa þeir farið um allan heiminn til þess að hjálpa mönnum sem að eru í þeirra sporum en núna halda þeir að þeir hafi fengið aðal áskorunina til þessa, eða sem sagt þessa 8 einstaklinga :)

Eins og ég sagði til að byrja með verðið þið að kíkja á þennan þátt því að þetta er eitthvað sem að maður getur verið í hláturskasti allan þáttinn, bæði vegna vandræðanlegra atvika :) og einnig yfir því að sjá hversu “svalir” Mystery og hans crew er :D