On the Lot Íslendingur þátttakandi í raunveruleikaþáttaröðinni “On The Lot.”

Nú eru upptökur að hefjast á þáttaröðinni “On The Lot” sem framleidd er af Mark Burnett (“Survivor” ,“Rock Star”, “The Apptentice”) og Steven Spielberg. Markmið þáttaraðarinnar er að finna efnilega kvikmyndagerðarmenn og því var auglýst eftir stuttmyndum.

Tólf þúsund stuttmyndir bárust alls staðar að úr heiminum. 50 kvikmyndagerðarmenn voru valdir úr þessum tólf þúsund manna hópi.

Þeir fara til Hollywood og þar mun dómefnd meta stuttmyndina sem þeir sendu inn. Einnig þurfa þeir að kynna hugmynd fyrir dómurunum, mynda og klippa stuttmynd á 24 tímum og kvikmynda atriði með aðstoð fagmanna. Dómararnir velja síðan 18 úr hópnum sem halda áfram.

Einn af þessum 50 er ungur íslenskur kvikmyndagerðarmaður.

Í hverri viku munu keppendurnir framleiða myndir og að lokum mun einn þeirra vinna milljón dala þróunarsamning við DreamWorks.


Dómnefndin er ekki af verri endanum. Í henni eru:

Carrie Fisher (Leia prinsessa) sem hefur leikið í fjölda mynda, skrifað vinsælar skáldsögur og kvikmyndahandrit.

Brett Ratner sem leikstýrði “X-Men 3” og “Red Dragon”

Garry Marshall sem leikstýrði “Pretty Women”, “Beaches” og “Runaway Bride”.

Jon Avnet sem leikstýrt hefur 50 kvikmyndum, meðal annars “Risky Business”, “Fried Green Tomatoes” og söngleikjum á Broadway þar á meðal “Spamalot”.

On the Lot hefst á SkjáEinum miðvikudaginn 23. maí kl. 20:30