Survivor er komið til að vera, það held ég að sé ekki ofsögum sagt. Þátturinn í gær fannst mér vera miklu skemmtilegri en þátturinn í síðustu viku. Þarna var fólkið að byrja að plotta sig saman og þreifa fyrir sér með bandalög og vinskap eins og fólk gerir þegar það er í þessum aðstæðum.

Það sem ég sá gerast í þættinum var eftirfarandi:

BORAN:

TOM: Hann er að leika sér á fullu. Hann er í alvörunni að leika sér að hinum og er virkilega “manipulative,” er með hugann við leikinn og virðist vera einu skrefi á undan hinum. Hann óx mikið í áliti hjá mér eftir þennan þátt, því eftir síðasta þátt var ég búin að afskrifa hann sem nokkurs konar BB þessarar þáttaraðar (óþolandi gamlingi sem er rekinn heim snemma) en hann er að koma á óvart.

CLARENCE: Er orðinn of hræddur. Hann leyfir hinum að hafa of mikil áhrif á sig vegna þess sem gerðist með baunadósina og hvað svo sem hann var fyrst er hann ekki fær um að vera í neinum leik núna. Hann er líka of góður og vill að öllum líki vel við hann, sem er ekki nógu gott í þessum leik.

ETHAN: Hann kemst áfram á “low profile” aðferðinni, en er samt að hugsa um leikinn. Hann er mjög skynsamur og sterkur, en ég held að það eina sem gæti komið honum áfram í leiknum er ef hann stendur við bandalag með Tom.

KELLY: Stóð sig ekki nógu vel í blóðdrykkjukeppninni, en vel samt, ég hefði ekki getað þetta ;) Ég er ekki nógu viss um hana til að skrifa eitthvað meira.

KIM J: Hún datt í verðlaunakeppninni… Slæmt mál, en mér finnst hún samt vera soldið Tinu-leg, svona “soccer-mom” týpa sem enginn heldur að vinni.

LEX: Fór í taugarnar á mér fyrst og það er eitthvað við hann sem böggar mig ennþá, kannski er það bara kæruleysislegt útlitið sem er eitthvað að angra mig (ekki það að ég hafi eitthvað á móti tattúum og götum þar sem ég er með svoleiðis sjálf…), kannski er það bara það að mér finnst hann vera svo breskur í útliti að mér bregður þegar hann byrjar að tala… Ég veit það ekki ennþá…

Á heildina litið er Boran nokkuð samheldinn hópur, en ég myndi segja að þau þurfa að fara að mynda sterkt bandalag, til að þjappa hópnum saman og til að lifa af sameininguna. Það var rétt hjá þeim að reka Jessie, hún þoldi greinilega ekki að vera mikið lengur í þessu umhverfi. Ef þau þurfa að fara aftur á þingið í næstu viku held ég að annað hvort Kelly eða Kim verði látnar fara. Ef þau sleppa við það og fá að bíða í 1-2 vikur getur allt breyst hjá þeim. Við verðum bara að bíða og sjá.


SAMBURU:

CARL: Vinnur mikið en eins og við vitum er það bara ekki alltaf nóg og ég spái honum ekki löngum lífdögum, nema að bandalagið haldi. Og ef það er eitthvað sem ég hef lært um Survivor úr hinum seríunum er það það, að fyrstu bandalög haldast aldrei…

FRANK: Að mínu mati er maðurinn leiðindaskjóða frá helvíti sem má vera sparkað frá Afríku og öllum öðrum heimsálfum í leiðinni! Það er eitthvað við manninn sem fer í taugarnar á mér. Sorrý Frank fans… Samt held ég að hann komist ágætlega langt, sérstaklega ef honum tekst að komast í gott bandalag. En persónulega vona ég ekki.

LINDA: Stóð sig frábærlega í blóðdrykkjukeppninni, en ég sé hana ekki fyrir mér gera neitt stóra hluti…

KIM P og LINDSEY: Ég var nú bara að uppgötva að þetta eru þær manneskjur sem ég veit eiginlega ekkert um og ætla að bíða með að mynda mér ákveðna skoðun á þeim í svona 1-2 þætti í viðbót.

TERESA: Hún er einfaldlega of veikbyggð, líkamlega og andlega. Hún gat ekki einu sinni þagað yfir bandalaginu… Útaf með hana…

SILAS: Ég ætla að setja stórt spurningamerki við hann. Hann er kominn inn í bandalagið með eldra fólkinu en ég ætla að leyfa mér að halda að hann sé að leika sér svolítið með sína stöðu innan ættbálksins. Hann getur breytt ýmsu og á eflaust eftir að gera það…

BRANDON: Hann gerir ekki neitt. Hann minnir mig samt svolítið á Jeff úr Survivor II og hann er einn af uppáhalds karakterunum mínum svo að ég ætla að bíða aðeins með Brandon…

Samburu er í ágætum málum eins og er, en þau verða auðvitað að halda áfram að vinna keppnirnar ef þau vilja ná verulega sterkri stöðu. Þetta er svolítið sundurleitur hópur ennþá og akiptist hnífjafnt í þá sem eru eldri og hina yngri. Persónulega held ég að bandalagið sem var stofnað í þættinum fari beint til helvítis og þegar það er komið að þeim að kjósa fer einhver af hinum eldri.

En það er náttúrulega bara mín skoðun…
Testosterone is a great equalizer. It turns all men into morons…