Þetta skiptir máli! - Magni þarf þitt atkvæði :) Nú eru aðeins tveir þættir eftir af Rockstar Supernova keppninni, eins og allir landsmenn ættu nú þegar að vita.

Magni Ásgeirsson er búinn að tröllríða þessari keppni nánast frá upphafi og á hiklaust skilið að komast alla leið í úrslit. Það var YKKUR að þakka að hann komst enn aðra vikuna áfram, því þótt hann sé frábær “performer” og góður söngvari þá er það bara staðreyndin að þetta er að hluta til vinsældarkeppni og fólk kýs sitt uppáhald nánast þrátt fyrir frammistöðu. Magni var alveg hreint frábær þegar hann söng lagið
I Alone með Live. Hann stóð sig frábærlega; söngurinn og frammistaðan mjög góð.

Ég er mjög ánægður með að Dilana fékk að fara í eitt af þriggju neðstu í fyrsta sinn, en eins og fólki er kunnugt þá talaði hún vægast sagt illa um aðra keppendur og kom mjög illa fram við fólkið. Meðal annars réðst hún á Magna með glerbroti og skar hann í hausinn ;) (rógburður)

Það vakti mikla undrun að Magni hafi fengið flest atvæði í þættinum eftir að hafa verið í þremur neðstu tvær vikur í röð, en að mínu mati átti hann það fyllilega skilið. Ég held að Storm Large fari næst, en þið?

Núna þurfa allir að spýta í lófana og gera sig tilbúna fyrir þriðjudagsnóttina því ég er viss um að núna ætla Kanadamenn og stuðningsmenn Dilönu að kjósa eins og þeir eiga lífið að leysa og við megum ekki láta okkar mann þetta út næst!!

Þetta er bara ein nótt sem þið þurfið að fórna fyrir ævilanga frægð Magna og íslenska rokkara!

Skoðið líka þetta með Hawai tímann, þá er víst hægt að kjósa á öðrum tíma,sem er mjög sniðugt, það er grein um þetta á korkinum!!

MAGNI Í ÚRSLITIN!
Fólk er fífl…allt saman. Ekki taka mark á því.