Nú er endirinn á þessu Rockstar:Supernova ævintýrarússíbana að nálgast. Síðasti þátturinn á að fara í loftið 13 september og því aðeins 3 þættir eftir. Ég hef ekki verið á Huga í langan, langan tíma og hvað þá að ég horfi á raunvöruleikaþætti í sjónvarpinu. En þessi keppni er búin að hugfanga mig og ekki skemmir fyrir að íslenski keppandinn okkar að standa sig vonum framar.

Magni okkar Ásgeirsson er búinn að standa sig eins og hetja í þáttunum hingað til og ætla ég að fara snögglega yfir hvað hann hefur verið að gera hingað til í þáttunum og mat mitt á frammistöðu hans. Það er hægt að skoða frammistöður keppenda og fleira á rockstar síðunni:
www.rockstar.msn.com

einnig er hægt að skoða frammistöðurnar á
supernovafans.com
youtube.com

Fyrsti þátturinn sem barst okkur í sjónvarpið var blanda af raunvöruleikaþætti og söngkeppni. Þarna voru 15 keppendur komnir saman einhversstaðar í Los Angeles í Bandaríkjunum til þess að keppa um stöðu sem söngvari nýrrar hljómsteitvar; Supernova.

Þegar kom að keppninni fannst mér fyrst skrýtið hve margir mér fannst alls ekki áberandi góðir söngvarar eða “performar” þótt það hefðu verið nokkrir sem alveg hreint stóðu úr og voru að mínu mati: Dilana, Toby og Storm.
Annað sem kom mér á óvart var hve vel öðruvísi Magni gat sungið. Hann kom mér alveg hreint að óvörum þegar hann söng Satisfaction sem Rolling Stones gerðu frægt. Magni var að fara niður á djúpa tóna og öskra, sem ég hef aldrei heyrt hann gera áður. Mér fannst þetta svalt og var strax hrifinn af rokkaðri Magna.
Supernova voru ekkert sérstaklega hrifnir af honum í þessum þætti en mér fannst bara vanta uppá sviðsframkomuna.

Önnur vikan gekk í garð og nú tók Magni lagið My geniration með The Who. Þetta er alveg frábært lag, skemmtilegt og klassískt og Magni söng það frábærlega og sviðsframkoman til fyrirmyndar. Mér fannst það óendanlega töff þegar hann tók af sér sólgleraugun og beindi athygli allra á bassaleikarann í bandinu :):) Fékk góða dóma og vakti athygli flestra eftir þessa frammistöðu.

3. vika. Magni tók Plush eftir Stone Temple Pilots. Ég veit að þetta er eitt af uppáhaldslögum Magna og því gott að hann tók það. Hann fék einróma lof Supernova og fékk kvöldið eftir að syngja lagið aftur vegna góðrar frammistöðu. Þetta var frábærlega sungið hjá honum, röddin passaði svo vel við lagið og var jafnvel betri (mitt álit) en upprunarlega útgáfan.

4.vika. Magni skellti rafmagnsgítar á sig og tók Heroes með David Bowie. Lag sem er samtímis í rólega kantinum en mjög kraftmikið ef það er flutt rétt. Sem að mínu mati var flutt alveg 100% rétt af Magna. Söngurinn góður og flottur og sýndi tilfinningarnar sem við átti í laginu. Supernova fannst frammistaðan ekki nógu góð, vildi sjá hann án gítarsins til að geta tengst fólkinu betur og sungið til þeirra…Magni sagðist vera að syngja til manneskju hinu megin á hnettinum.

5. vika. Magni tekur Coldplay smellinn Clocks. Crish Martin er með mjög einstaka rödd, mjög hástemmda og frekar einhæfan söng að mín mati.
Magni er ekki með jafn hástemmda rödd og skilaði því ekki laginu eins og við þekkjum það frá Coldplay. Mér fannst þetta ekki gott hjá honum í fyrstu en síðan eftir að hafa hlustað á þetta nokkrum sinnum skildi ég að hann söng lagið eðlilega bara með sinni rödd og gerði það vel. Hann söng enga feilnótu og reyndi ekki að herma; þannig að ég varð aftur ánægður með flutninginnn hans. Hann fékk góða dóma fyrir flutninginn frá Supernova.

6.vika. Dolphins Cry með Live. Mangi var einn á sviðinu og spilaði á kassagítar. Alveg nakinn og einn á sviðinu; ekki hægt að fela sig á bakvið neitt. Þetta var alveg hreint ÆÐISLEG frammistaða og það besta sem hafði komið í þættinum að mínu mati. Ég var mjög ánægður með þetta og fannst hann vera að blanda sér í toppbaráttuna með þessum flutningi. Daginn eftir fékk hann að flytja lagið aftur, sá fyrsti sem endurflytur í annað sinn. Söng þá með hljómsveit og stóð sig einnig mjög vel. Einróma mjög góðir dómar.

7.vika. Starman eftir David Bowie. Annað Bowie lag. Magni flytur þetta af einstakri snilld. Syngur mjög vel (að mínu mati betur en Bowie) og frábær frammistaða. Fær mjög góða dóma. Þrátt fyrir það lendir Magni í einu af þremur neðstu sætunum og þarf að syngja eitt lag að eigin vali til að reyna sannfæra Supernova um að hann eigi að vera með í keppninni. Hann átti ekki skilið að vera þarna, þar sem hann stóð sig mjög vel.

Hann söng lagið Creep með Radiohead. Hann söng þetta svo vel og frammistaðan æðisleg. Ég gjörsamlega fæ alltaf gæsahúð þegar hann fer á háu tónana. Þetta var alveg hreint ótrúlegt! Ég trúi vart ennþá að hann geti sungið svona.
Fékk mjög góða dóma fyrir þetta lag
“You are so far from going home, sit your ass back down” Sagði Gilby Clark og Magni ennþá með í keppninni.

8.vika. Magni flytur eitt frægasta lag allra tíma og eitt mest spilaðasta lag síðustu 15 ára; Smells like teen spirit með Nirvana.
Hann byrjar frekar ótraust en syngur síðan eins og stjarna og flott sviðsframkoma. Fékk góða dóma en aftur lenti hann í einu af þremur neðstu. Fregnir herma þó að aðeins hafi munað nokkrum atkvæðum á að hann hefði verið öruggur.

Aftur þarf hann að syngja lag til að halda ser í keppninni og velur hið frábæra lag Fire með Jimi Hendrix. Þetta var LANGFLOTTASTA frammistaðan í allri seríunni, sviðframkoman algjört dúndur og mjög góður söngur. Fílaði hann í tætlur!
Supernova fannst hann mjög góður í laginu, það leyndi sér ekki. Hann var þó aðvaraður fyrir að vera í 3 neðstu sætunum í annað sinn í röð.
´
Magni er búinn að þroskast rosalega í keppninni og búinn að koma sér á kortið á erlendum markaði. Ég vona að hann geri sem best úr þessum tækifærum sem hann er að fá því hann getur auðveldlega orðið frægur rokksöngvari útí heimi ef hann notfærir sér aðstæðurnar rétt.

Núna vill ég biðja alla sem vettlingi geta valdið að finna ´sér tíma til að kjósa hann næst. Hann stórvantar atkvæðin því núna eru margir búnir að velja sér sitt uppáhald og kjósa viðkomandi óháð frammistöðu þeirra. Það hefur sýnt sig því Magni er augljóslega ekki að standa sig illa og á ekki skilið að fara heim strax ef hann heldur áfram á sömu braut. Þótt það sé ekki nema að vaka aðeins lengur og kjósa nokkrum sinnum eða vakna aðeins fyrr áður en kosningu líkur.

Kosningin verður semsagt á aðfaranótt miðvikudags í 4 klukkutíma eftir að þættinum lýkur. Ég er samt ekki viss hvort þátturinn byrji klukkan 1 eða 2 um nóttina. Allavega ætla ég að vaka og kjósa eins og ég get til að halda honum í keppninni því hann er landi og þjóð til sóma og er góð auglýsing fyrir Íslendinga. Svo er hann bara að standa sig þrumuvel og á stuðning skilið.

Til að kjósa farið á rockstar.msn.com og veljið vote hægra megin. Það er hægt að kjósa eins oft og þið viljið á þessum 4 klukkutímum og það kostar ekkert.

ÁFRAM MAGNI
Fólk er fífl…allt saman. Ekki taka mark á því.