Reality Þáttur.

Þátturinn byrjaði á því að fólkið skellti sér með einkaþotu merkta Supernova til Las Vegas. Í Vegas fóru þau á Hard Rock og ,,The Joint” sviðið sem að Supernova á eftir að spila fyrst fyrir framan sal af fólki á gamlárskvöldi. Eftir að það var búið fóru þau í forsetasvítu þar sem að var allt hægt að finna, keilubraut, heitapotta, pool og hvað og hvað. Vegas ferðinni lauk og þau fóru aftur til L.A. þar sem að allir voru að drepast eftir gærkvöldið. Ryan var sá sem að fann lögin og hann kom með þau fram þar sem allir voru. Það voru 4 sem að vildu sömu lögin, Toby, Dilana og Zayra og Ryan. Toby fékk sínu fam með því að hlaupa nakinn kringum sundlaugina og Zayra fékk að fá að syngja ,,original” lag.

Tónleikar.

Zayra var fyrst á svið með hennar original lag sem að hún söng á spænsku. Lagið heitir ,, Lluvia De Mar” og stóð hún sig bara mjög vel en að mínu mati er kominn tími á að hún fari að kveðja og vel meira en það. Zayra var í botn 3 þegar að atkvæðin voru búin að vera opin í 10 mín.


Magni ,,okkar” var svo næstur með lagið Starman eftir David Bowie. Honum gekk eins og oftast mjög vel og voru allir meðlimir Supernova ánægðir með hann. Eina sem var sett útá var það að hann fékk fólkið ekki til að syngja með sér ,,lalala” partinn.


Patirce var þriðja í röðinni og söng Message in a bottle eftir The Police. Hún syngur ágætlega en hún er svo dauf eitthvað á sviði. Hún var í botn 3 eftir 10 mín af atkvæðum.


Lukas söng lagið Hero eftir Chad Kroeger. Dómurunum fanst það fínt Tommy sagði samt hata þegar væri sungið á stól og Jason sagði að hann þyrfti að passa sig að loka ekki hálsinum á sér aftur.


Storm kom svo með ömurlegustu frammistöðu kvöldsins en hún söng lagið I Will Survive sem að Gloria Gaynor gerði frægt sem diskó smell. Þetta var svo glötuð frammistaða að ég vildi varla horfa á hana. En hún er búin að gera góða hluti fyrir þetta þannig að ég vona að hún eigi eftir að bjargast.


Toby kom vopnaður Gilby á gítar með lagið Solsbury Hill eftir Peter Gabriel, fammistaðan hans var fín fanst mér og auðvitað voru Supernova meðlimirnir yfir sig hrifnir af Gilby. En það dugði ekki því að hann var í botn 3 við fyrstu 10 mín í atkvæðagreiðslunni.


Ryan söng lagði In the Air Tonight eftir Phil Collins. Hann valdi það því að hann vildi passa að hann myndi ekki leda í botn 3 og fanst að hann gæti gert þetta af sínu lagi. Dave sagði það að þetta væri besta frammistaða kvöldsins (breytti því svo þegar hann heirði Dilönu) og Supernova var hrifið.


Dilana kom seinast á sviðið og söng Cat’s in the Cradle eftir Harry Chapin og eins og venjulega klikkar hún ekki. Dave sagði það að ef að pabbi hans hefði ekki verið þarna þá væri hann grátandi núna.


Úrslit.
Supernova fór uppá svið og ákvað að taka Dilönu með sér til þess að syngja nýtt Supernova lag. Þeir pössuðu sig samt mjög vel að segja að þeir væru EKKI búnir að velja hana sem söngvara. Encorið kom svo næst og það var Ryan sem að fékk það. Þeir sem voru svo í botn 3 eitthvern tíman voru Zayra, Patrice, Toby, Magni og Storm. Í lokin kom það niður á Zayru, Patrice og Magni sem að söng lagði Creep, sama lag sem að Lukas fékk encorið fyrir. Hann gerði það FÁRÁNLEGA vel fanst mér og kom Dilönu til þess að gráta!!!! Zayra endaði á því að detta út.

Í næstu viku er svo hægt að fara á www.rockstar.msn.com og velja hvaða lög þú vilt að keppendurnir syngi í næstu viku!!

ATH Rockstar er klukkutíma seinna í næstu viku, sem sagt kl 2 en ekki 1.