Ef þú vilt ekki við hver var rekin, þá er þetta spoiler


Um miðnætti á fimmtudagsnótt byrjaði Rockstar Supernova beint frá bandaríkjunum.
Það var sýnt þrjá bestu, og gettið hverjir voru þar?
Dilana, Toby og Magni!
Svo var sýnt slæmar frammistöður,
eins og Zayru&Jill.
En svo var beðið Toby um að endurtaka lagið, sem var æðislegt hjá honum.
Eftir það voru gefnar upp fyrstu tölur á þriðju neðstum.
Það voru, Chris, Zayra og Jill.
Eftir auglýsingahlé bættist ein manneskja við.
Það var Jenny.
Sem þýddi að Magni er save í eina viku í viðbót!
Vá hvað ég er ánægð!
Annars þá var nefnt fyrsta nafnið á fyrsta rokkaranum sem lenti í þriðju neðstu.
Það var Jill.
Vá hún stóð sig frábærlega þegar hún söng Bring me to life með Evanscence, og að sjá svipinn á Zayru þegar hún söng.
Það var eins og Zayra vissi að Jill gerði þetta betur en hún gerði,
það fannst mér allavena.
Jill náði alveg að bjarga sér úr þriðju neðstu,
ef hún yrði rekin heim yrðu það eitthver mistök.
Næstu í þriðju neðstu var Zayra.
Hún ákvað að syngja sama lagið sem hún söng, en bara rokkaðara.
Það var betra en seinast en samt, hún á ekki heima í rokkbandi.
Ég er ekki að sjá hana fyrir mér syngja í Supernova.
En þá standa Jenny og Chris eftir.
Og Chris lendir aftur í þriggju neðstu.
Þá tók hann lagið sem Phil tók í fyrrakvöld.
Og mér fannst það nokkuð fínt.
Mér fannst eins og Zayra ætti að fara heim.
En Supernova fannst það ekki.
Og þeir ráku …
.
.
.
Chris heim!

Að lenda 2 sinnum í röð í þriðju neðstum er erfitt að líta framhjá sögðu þeir.
Það var eins og Tommy Lee færi að gráta þegar hann sagði þetta því Chris sagði ; your my boy Tommy.
Ég var ekki það sátt við það þegar Zayra var save..
En svona er þetta.
Vonum bara í næstu viku að Magna gangi geðveikt vel og haldi áfram.

Takk fyrir mig.
he's very sexy