Sat ég fyrir framan sjónvarpið mitt í gær í rólegheitunum og var ætlunin að slaka á. Var ósköp lítið í sjónvarpinu, svo ég ákvað að horfa aðeins á Skjáeinn. Var þar næst á dagskrá Íslenski Bachelorinn og vakti sá þáttur forvitni mína. Ekki var það vegna þess að ég elska þessa týpu af raunveruleikaþáttum, heldur vegna þess að ég vildi sjá hvernig Skjáeinum hefði tekist með að líkja eftir bandaríska þættinum, sem flestir þekkja undir nafninu ,, The Bachelor''. Síðan byrjaði þátturinn og ég sat ,,spenntur'' fyrir framan imbakassann með væntingarnar í svona meðallagi.

Byrjaði þátturinn á því að kynnirinn tilkynnti að búið væri að finna Íslenska Bachelorinn. Síðan fékk maður að ,,kynnast'' aðeins stúlkunum sem tóku þátt í keppnini. Eftir stutta kynningu fékk maður að sjá þann sem var kosinn Bachelor Íslands og verð ég að segja að á því ,,mómenti'' þá fór ég í hláturskrampa. Ekki nóg með að þetta væri mesta ,,rip-off'' sem ég hef séð, þá fannst mér þeim takast heldur ILLA til við að skapa stemmningu í kringum þetta. Síðan fór ,,Bachelorinn'' og stúlkurnar í einhverja leiki og voða gaman, og eftir það fór fólk að spjalla saman og síðan fór að nálgast STÓRA STUNDIN! ÚÚÚÚ Enn spennandi (NOT).

Fór hann inní herbergi þar sem búið var að staffla upp heilum haug af myndum af stelpunum og mætti halda að borðið hefði verið að kalla á hjálp því myndirnar voru næstum dottnar af þessu litla borði sem hélt þeim uppi.

Síðan kom STÓRA STUNDIN og hann kom þarna inn (Bachelorinn) og stóð fyrir framan stúlkurnar. Sagði þá kynnirinn að ,,Bachelorinn'' væri búinn að gera upp hug sinn og væri tilbúinn að veita rósirnar þeim stelpum sem skilið ættu að komast áfram. Valdi hann síðan stelpurnar og alltaf heyrða maður eina mest pirrandi setningu sem ég heyrt hef í íslensku sjónvarpi, og það var alltaf: ,,Viltu gera mér þann heiður að taka við þessari rós''?

Hélt ég myndi gubba á þeirri stundu en í staðinn tók við sér óstjórnanlegur hlátur. En síðan kom vonarneisti fyrir íslenskt sjónvarp því ein stúlkan sagði NEI! við íslenska ,,Bachelorinn'' Búhú..greyið hann.

Síðan lauk þessu og mér sýndist eins og flestum stelpunum hefðu verið saman að þær hefðu ekki verið valdar.

Svo að lokum þá ætla ég að setja aðeins útaf nafn þáttarins. Er virkilega svona erfitt að láta þetta heita ,,Íslenski Piparsveinninn''?

Annað var það ekki í bili.

Summi kveður…….(nærri dauður úr hlátri)