Já var að enda við að horfa á hann núna þegar ég skrifa. Reyndar eru ástæður fyrir því að ég horfi á hann á s1, það getur verið ömurlegt að vera undan öllum og geta ekki talað um þáttinn og svo lika spennan og það að klára þetta ekki á einum spretti :)

Allavega þátturinn í kvöld byrjar eins og vanalega með sýnishornum úr síðasta þætti og svo er eitthvað smá talað um bardagann, oftast sigurvegarinn ef ég man rétt. Í þessu tilviki Jessy James eða hvað hann heitir og í stuttu máli þá háði hann ótrúlegan bardaga við Anthony, Anthony leit lengi vel út fyrir að sigra og fannst mér hann bara mun betri og aldrei beint fundist Jessy vera góður boxari. En klókur er hann kvikindið og var ekki alveg í formi að sjálfsögðu.
Hann lét Anthony hamra á sér en beið eftir tækifærinu, undirhöggi eða réttarasagt rothöggi sem gerði útaf við Anthony og hann fór einfaldlega heim. Ég sem hélt að hann kæmist allavega í undanúrslit, sennilega úrslit.
Reyndar gæti þetta skotið Jessy í fótinn að hafa leyft honum að hamra á sér svona því það þurfti að sauma fáein spor á hann.

Jæja svo að þessum þætti. Við sjáum í mynd Peter, Sergio og Alfonso eitthvað að tala um bardagann hjá A. og J. með einhverjum tveimur þjálfurum svo kemur Jessy inn og þeir óska honum til hamingju og segja að hann sé maðurinn eins og vanalega. Svo skoppar hann í lækni!

Næsti dagur byrjar á því að þeir eru eitthvað að spjalla við hetjuna þarna inn í herberginu á rúminu. Reyndar smávegis óþæginlegt, sérstaklega þar sem það hefði verið ákveðið aðeins á undan sem ég gleymdi að nefnast hverjir berjast við hvern. Peter náttúrulega búinn að fara í gegnum helvíti og bíða eftir tækifæri sínu til að hefna sín og Alfonso svo þetta var fljótt ákveðið hvernig bardagarnir yrðu. Þannig já það var óþæginlegt að sjá Alfonso og Peter eitthvað vera þarna á léttu nótunum en vita svo að þeir muni lúskra á hvor öðrum á næstunni en þetta hefur reyndar verið oft svona en nú eru þeir andskoti fáir eftir!

Jæja svo var komið að því að fara á ströndina með fjölskyldurnar þar sem það þurfti ekki að keppa neitt þá varð að gera eitthvað, spurning hvað verður í næsta þætti? Farið í skemmtigarð með krakkana? Jæja þarna kynntust fjölskyldurnar ágætlega og maður heyrði þetta smávægilega væl í Sergio með að hann væri ekki með pabba eins og Peter. Reyndar hafa þeir allir eitthvað verið að væla, Alfonso kannski minnst og berjast þeir natturulega allir fyrir fjölskylduna og held ég að alveg ágætlega margir halda bara með þeim sem er í erfiðustu stöðunni í lífinu sem er svo eðlilegast. Reyndar valdi ég eftir persónuleika boxarans hver væri minn uppáhalds!

Eftir það var bara æft stíft, þjálfararnir þarna á svæðinu með einhverjar leiðbeiningar að venju, og alltaf gaman að sjá Sly þarna á svæðinu að stjórna þessu, finnst stundum eins og hann viti ekki neitt hvað hann á að gera af sér og af hverju hann er þarna. Finnst eiginlega bara óþæginlegt að hafa hann þar sem hann var ekki alvöru boxari í raun(nema ég hafi misst af einhverju? ;)).

Svo var komið að ræðunum rétt fyrir bardagann, þ.e. tala við sjálfan sig út í loftið eða í myndavélið eða eitthvað þvíumlíkt. Hvernig þeir halda að þeir vinni og hvernig þeir þurfi að gera það fyrir fjölskylduna, hvernig væri bara að segja sannleikann, finnst eins og þeir séu að ljúga, gera þetta bara fyrir fjölskylduna? Hvernig byrjuðu þeir í þessu? Af áhuga! Fannst gaman og kannski peningagráðugir eins og allir krakkar :P, ekki reyna segja mér eitthvað annað :)

Greinilegt að Peter Manfredo er fullur af sjálfstrausti og getur ekki beðið eftir bardaganum, mér sýnist smá efi verið að læðast að Alfonso eins og hann sé að spurja sig hvort hann hafi verið heppinn í fyrsta bardaganum. Svo er náttúrulega eitt annað CRUCIAL atriði í mínum huga. Gleymdi að minnast á það en það er að bardagarnir sem eftir eru eru 7 rounds(vonandi siðasti 12 en efa það). Þetta eru alvöru rounds, og held bara að Peter hafi alls ekki verið viðbúinn 5 rounda bardaga, þar getur maður gefið miklu meira í, þarf ekkert að endast í fullt af roundum, bara 5! Persónulega finnst mér það MIKILL munur. Einn besti boxarinn í sinni vigt tapar gegn einum versta, meina það er bara fáránlegt og tengi ég það beint við fjölda rounda, þó natturulega var Peter án föður síns og eitthvað stressaður.

En hissa er ég að enginn af þeim hafi minnst á að það sé mikill munur því ég efast það ekki, kannski allt þannig væl kuttað út? “Afsakanir” ;)
Allavega þær eru nokkuð gildar!

Jæja svo er komið að bardaganum, sjö rounds að sjálfsögðu!

1: Þeir byrjuðu rólega en svo byrjaði Peter aðeins að hamra á honum og Alfonso að svara smá, gleymdu kannski að þetta voru 7 rounds enda byrjaði þetta harkalega eftir fyrstu 15 sec eða svo. Kom svo greinilega í ljós i lokinn fannst mér með úthaldið og muninn sem ég talaði um ofar. Jæja Peter vann þetta round frekar greinilega.

2: Nokkuð ljóst að Alfonso ætlaði ekki að gefast upp, með betri þjálfarann fannst mér, allavega meira inspirational heldur en þekköldi þjálfarinn í hinu horninu. Svo Alfonso gaf allt í við stuðning fjölskyldurnar sem öskraði hans seinna nafn, Gomez! Alfonso náði svo þessari lotu nokkuð öruggt.

3: Ekki mikið að segja hér, man óljóst en ég man allavega að Peter tók þessa, svona skiptust á í fyrstu umferðunum!

4: Alfonso ætlaði aldeilis ekki að gefast upp og gaf sig allan í og hamraði á Peter og náði þvílíku undirhöggi sem hefði kannski rotað Anthony? Peter aðeins klárari held ég nú og höggið ekki eins mikið virtist vera eða hann bara vanari þessu. Reyndar virtist Peter vera missa þetta þarna en hann var ekki unbeaten og world ranked no.2 að ástæðulausu.

5: Kannski kom undirhöggið í þessari umferð er ekki alveg með það á hreinu en þessa umferð átti Alfonso líka þó að Peter reyndi eitthvað að berja á móti svo eftir þetta var nokkuð ljóst að staðann var 3-2 fyrir alfonso og venjulega sigur? Kannski hélt Alfonso að þetta var að enda því hann var ekki sjón að sjá í hinum.

6: Peter byrjaði á krafi og í minum augum virtist bara vera einn maður þarna sem ætlaði svo sannarlega að taka þetta en Alfonso samt með hetjulega baráttu. Þarna fannst mér munurinn á 5 rounds bardaga og 7 skína í gegn. Mér sýndist Peter hafa allt eftir en Alfonso nokkurn veginn á þrotum kominn og aðallega stuðningurinn i kring frá pabba sínum, fjölskyldu og einhverjum öðrum sem hélt honum gangandi! Eins og ég sagði þarna sást munurinn og Peter greinilega með þetta í huganum að þetta voru 7 ekki 5 en Alfonso virtist ekki alveg vera með það á hreinu. Þarna fannst mér Peter vera kominn með þetta.

7: Þrátt fyrir klók og áhrifamikil orð þjálfarans og pabba síns náði Gomez sér ekki upp í þessari síðustu lotu. Peter átti hana frá upphafi til enda að mínu mati. Reyndar fær Gomez mikið hrós fyrir að gefast aldrei upp og ótrúlegt að sjá hann sveifla höggum á Peter og ná meira segja nokkrum þrátt fyrir að peter var með yfirhöndina og að kála honum illa. Meina sáuði andlitið eftir á? Þetta var rosalegt. Maðurinn(Peter) er rosalega höggþungur, reyndar Alfonso oft mikið berskjaldaður!

Jæja svo Peter hafði þetta 4-3 sýndist manni og maður þurfti ekki að bíða eftir dómaranum áður en maður stökk upp og fagnaði, þetta var orðið nokkuð ljóst.
Reyndar man ég hvað það var erfitt að sjá eftir Peter Manfredo fyrst, sá bara persónuleikan skína í gegn og hve heiðvirður og góður maður hann er þó þeir séu það nú allir þá er eitthvað sérstakt við hann sem lætur mann halda með honum og styðja! Líka bara skemmtilegur stíll hans í boxi sem er ekki hægt að lýsa.
Eftir að hann fór var það Reid en svo tapaði hann og var ég svekktur að sjá Achmed koma aftur en ekki Reid, 5 barna fjölskylduföður ef við eigum að fara út i þá sálma, þ.e. 5 á leiðinni minnir mig og þetta hefði verið hans síðasta tækifæri liklegast svo kannski þorðu þeir þessu ekki, vildu náttúrulega Ishe út as well.

Jæja mér fannst þetta vel verðskuldaður sigur, en Alfonso má eiga það að hann er hörkuboxari og án efa spútnik maður þessa þáttar!

Svo er það bara Sergio og JJ næst ;)
Kveðja