The Contender er nýr raunveruleikaþáttur úr smiðju Mark Burnet, en það er einnig sami framleiðandi og framleiðir Survivor. Hostarnir eru engrir aðrir en Sylvester Stallone og Sugar Ray Leonard (5x world champ).

Þetta eru 16 boxarar sem að eru að slást um titilinn “The contender” og 1.000.000$. Keppendunum er skipt upp í 2 hópa (East og West). Í hverjum þætti er alltaf einn bardagi milli East og West og er það í 5 lota bardagi og sá sem að sigrar heldur áfram í næsta þátt. Loka bardaginn verður síðan haldinn í Las Vegas á Caesar's Palace. Meira um þáttinn er hægt að skoða á http://contender.tv.yahoo.com/01/index.html

Sýningar af The Contender byrja á Skjá Einum á mánudaginn kl 21:00.