Jæja þá var það lokaþátturinn sem var seinasta mánudag 23.maí 2005.

Katie, Ian, Jenn og Tom voru eftir.
Það var keppni sem var löng og erfið.. Fyrstu tvö til að komast áfram (vera búin með þrautina) kepptu áfram Ian og Tom komust áfram og Tom vann friðhelgi.

Tom ætlaði að taka Jenn út en svo sagði Jenn honum að Ian hafði sagt henni og Katie að ef Ian myndi vinna friðhelgi myndi þau kjósa Tom út. Tom var reiður en spurði Ian hvort þetta væri satt og Ian sagði það.
Ian sveik Tom… Tom var reiður og á þinginu kaus hann Ian, Jenn kaus Ian, Katie kaus Jenn og Ian kaus Jenn. Þá áttu Tom og Katie aftur að kjósa ef þau myndu vilja breyta atkvæði sínu en hvorugt vildi það.
Þá áttu Ian og Jenn að fara í Einstaklingskeppni eins og Steph og Bobby Jon fóru í og Ian vann.
Jenn fór heim (í kviðdóminn)

Svo var seinasta keppnin.
Þau áttu að standa á bauju.
Katie gafst upp 4-5 klst.
þegar 11 klst. voru búnar sagði Ian að hann væri til í að detta af baujunni ef Tom myndi taka Katie með til þess að verða vinur hans aftur (hann fórnaði 1 milljónum dollara!). Tom var hissa því Tom bauð Ian að hætta og þá myndi Tom taka Ian með…
En ósk Ian's kom og Tom tók Katie með.. Ian fór.

Lokaþing! :
Jæja þá var komið að seinasta þinginu allur kviðdómurinn hafði spurningar. Næstum allir höfðu eitthvað neikvætt að segja um Katie, að hún væri löt, gerði ekkert og væru sér til skammar. Sumir höfðu neikvætt að segja um Tom.
Mér fannst Tom vera svona kviðdómsleikja (biðjast afsökunar og allt það ;) sem er nottla rétt… ;)) en Katie sagði sannleikan hún var ekki kviðdómsleikja, best er að vera góður við kviðdómin ef maður vill atkvæði ;) en líka að segja sannleikan..

En allt kom í ljós að…
Tom vann!
Jááá hann átti það eiginlega best skilið… hann var búinn að vinna flestu keppnir og var oft að hjálpa til í búðum ;)
he's very sexy