Þegar fyrsta þáttaröðin af Survivor hóf göngu sína fengum við að sjá eitthvað nýtt;

raunveruleikaþætti um fólk sem þarf að komast af í óbyggðum víðs vegar um hnöttinn
og beita til þess ýmsum bolabrögðum.

Fyrstu fjórar þáttaraðirnar voru ágætar. Ef ég man rétt gerðist sú fyrsta á eyju í
Suð-Austur Asíu. Næsta gerðist í Ástralíu, sú þriðja í Afríku (nákvæmlega hvar man
ég ekki) og sú fjórða á eyjunni Marquesas í Kyrrahafinu. Í hverri þáttaröð var eitt-
hvað nýtt að sjá. Nýja „eftirlifendur“, nýjar keppnir og að sjálfsögðu nýtt landslag.
Sjálfum fannst mér Ástralía og Afríka standa upp úr, ekki aðeins vegna þess að
fólkið var ekki alveg drulluleiðinlegt heldur einnig vegna þess að mér fannst
umhverfið áhugavert.

En hvað gerist svo? Vegna gríðarlegra vinsælda heldur framleiðslan á þessum
þáttum áfram og við fáum að sjá Survivor á Tælandi, í Amasónregnskóginum og á
eyjum vestan við Panama. Fyrir utan fólkið var ekkert nýtt í gangi í þessum þáttum;
umhverfið svipaði mjög til þess er var á fyrri stöðum, og leikurinn sjálfur var
nákvæmlega eins og hann hafði alltaf verið.

Þetta var rétti tíminn til þess að slökkva alveg á fyrirbærinu, en nei, komið var fram í
sviðsljósið með eitthvað sem kallaðist Survivor All-Stars; stjörnur fyrri þátta komnar
saman til þess að keppa gegn hverri annarri. Reyndar var þetta ekkert mjög slæm
þáttaröð, a.m.k. ekki miðað við það sem fylgdi í kjölfarið.

Jú, nefnilega nákvæmlega sömu þættir, nema bara á eyjunum Vanuatu og núna á
Palau. Báðar eru þær í Kyrrahafinu og leikurinn með sama sniði og áður, og þrátt fyrir
allar yfirlýsingar Jeff, þáttastjórnanda Survivor, um að leikurinn á Palau sé allt öðruvísi
og að keppendurnir muni taka þvílíku beygjurnar hef ég bara alls ekki orðið var við
neinar svakalegar breytingar; það hefur verið handfjatlað við eitt og annað, en
maður tekur varla eftir því.

Þessir Survivorgaurar hefðu átt að hætta þessari vitleysu fyrir löngu síðan enda
þreyttir þættir og hugmyndin gömul. Af hverju fara þeir ekki til Tíbet, Mongólíu
eða hátt upp í Andesfjöllin? Þarf alltaf að hafa fólkið vappandi um í stuttbuxum og
bikiníi? Af hverju gera þeir ekki stórvægilegar breytingar á leiknum? Að minnsta kosti
er ég orðinn hundleiður á þessum þáttum eins og þeir eru núna.

Kveðja,
sandnegri