Á Mánudaginn settist ég spenntur fyrir framan sjónvarpið og var að bíða eftir þessum breytingum sem mikið var talað um að ættu að eiga sér stað í nýjustu seríunni af survivor.

Þátturinn byrjaði þannig að allir 20 keppendurnir voru í bát og voru að róa til eyjarinnar þegar Jeff kemur á eitthverji snekkju og tilkynnir þeim að núna verða þau að drífa sig til lands og ná í friðhelgi. Um var að ræða 2 friðhelgi, annað fyrir fyrsta manninn sem að myndi ná fyrst til lands og hitt fyrir fyrstu konuna. Þau sem náðu voru Ian og Jolanda, þá þurftu þau síðan að kjósa í ættbálka en þeir 2 sem væru seinastir myndu falla úr leik og það endaði þannig að Jonathan og syngjandi ensku kennarinn Wanda féllu úr leik. Ættbálkarnir voru þá ákveðnir og heita þeir Ulong og Koror. Annað sem að gerðist var það að ættbálkarnir báðir bjuggu á sömu eyju og það hefur ekki gerst áður nema þegar þeir sameinast.

Svo kom að fyrstu keppninni og það var Koror sem að sigraði þá. Þá fékk Koror val og valið var að þeir mættu búa á sömu strönd eða fara á nýja strönd og þeir ákváðu að fara á nýjaströnd. Með það gert fóru þau með vinninginn (Eld) og héldu af stað til nýju strandarinnar en þegar þau voru næstum komin hvoldi báturinn og þau misstu eldinn ofan í vatnið og náðu honum ekki upp í lok þessa þátts.
Ulong fór þá á tribal council og furðufuglinn Angie bjóst við því að hún myndi verða sú fyrsta kosin út, vegna þess að henni fanst hún ekki falla inn í hópinn og var líka valin seinust. En svo kom það í ljós að Joe var kosin út.

Fyrir mig þá var þetta ekkert svakaleg breyting, þetta kom smá á óvart með þessa 2 sem fóru út fyrst en svo var þetta bara eins og venjuleg sería að mínu mati, vona bara að það breytist.