The simple life


Núna fyrir viku síðan var hafist handa að sýna nýja seríu af þessum þáttum. Fyrri serian þótti mér vera frekar áhugaverð og skemmti ég mér mjög oft að hlægja yfir asnaskapnum í þessum stelpum.

Semsagt fyrir þá sem ekki vita er þessi þáttur um tvær ofdekraðar stelpur, þær Paris Hilton erfingja Hilton auðæfana og Nicole Ritchie dóttur Lionel Ritchie söngvara. Þær ferðast um bandaríkin á pallbíl og hjólhýsi án peninga og gemsa.

Nú þegar ný sería er byrjuð áhvað ég nú að fylgjast með þessum ljóskum og sjá hvort að það væri nú eitthvað meira inní kollinum á þeim í þetta skiptið. Þátturinn byrjaði þannig aðþær voru eitthvað að verzla, síðan voru símarnir og peningurinn þeirra tekkin af þeim og þær fengu bíl og hjólhýsi.
Á leiðinni þurftu þær að borga vegatoll sem og þær gerðu með því að sníkja pening, svo fóru þær á fyrsta staðinn sem þæt áttu að vinna á, á hestabýli. Þar gerðu þær ýmislegt, s.s moka skit og fara á hestbak. Þegar stúlkurnar og bóndinn á bænum fóru á hestbak byrjuðu vandræðin. Paris datt af baki og hesturinn steig á magann á henni. (belive me! Ekki þæginlegt. Bin there donne that!) Jæja þar sem stelpan er nú svaka rík og er 350 milljón dollara virði þá kom þyrla og sótti þær. Svo fóru þær á sjúkrahúsið. Þegar þær komu út af sjúkrahúsinu kom aftur ljóskan sem ég þekkti svo vel úr fyrri seríunni. Hún aumingja litla heimska Paris fór út að tala við fjölmiðlana og byrjaði að kenna hestinum um þetta. Að hún hafi verið í kringum hesta allt sitt líf og vissi bara ekki af hverju hann fór svona hratt.
Jæja allavegana þá þegar þær komu aftur á bæinn leið bóndanum svo illa að sagðist gera hvað sem er til að bæta þetta. Jæja þannig að stúlkurnar beita töfrum sínum og fá hann til þess að fara í skálmar ( sem eru eins og buxur nema að það er enginn rass og ekkert framaná til þess að skýla vininum.) hann sumsé fer í þessar skálmar í engu innanundir og sýnir stelpunum og svo kaupir hann fullt af nammi og dóti fyrir þær en ég man ekki hvað það kostaði.

Semsagt þessi þáttur er bara mjög fínn og hvet alla til þess að kíkja á hann á Skjá 1 kl 21:30 á Fimmtudagskvöldum!