Hér er bréf sem ég sendi blaðamanninum sem samdi Survivor-spoiler greinina í DV um helgina, í þessari grein kemur hvergi fram hver vann þar sem ég er einn af þeim heppnu sem frétti þetta áður en það var of seint. En fyrir hönd allra hinna sendi ég Páli Ásgeiri (polli@ff.is) þetta vel orðaða bréf, ég skoraði á hann að svara fyrir sig og ef hann gerir það þá mun ég setja það hér inn.
___________________________________________________________________

Ég hef nokkrar spurningar fyrir þig, og það kæmi mér ekkert á óvart þó svo að ég fengi ekki svar frá þér þar sem ég tel þig ekki geta svarað fyrir það sem þú gerðir.

En allavegna… hér koma spurningarnar:

Hvað ertu gamall?

Hvaða ánægju fékkstu útúr því að skemma fyrir öllum hinum “krökkunum”?

Ertu almennt óánægður og þarft að draga alla aðra með þér niður í svaðið eða ertu bara svona óþroskaður að þú getur ekki horft upp á annað fólk skemmta sér að einhverju sem þér finnst heimskulegt?

Ég nenni ekki lengur að spá í því hvernig mann þú hefur að geyma, þú gætir allavegna beðist afsökunar og bjargað einhverju af mannorði þínu. Eða er það ekki þinn stíll? Að biðjast afsökunar?

Ertu einn af þeim sem hefur alltaf rétt fyrir sér og það sem þú segir er rétt og satt og öll rök í heiminum koma þér ekki ofan af skoðun þinni eftir að þú hefur mótað þér hana á einhvern afbakaðann og órökréttann hátt?

Ef svo er þá ert þú það sem fólk kallar “besservisser”.

Ég er hættur að lesa DV og ég get fullvissað þig um að ég mun ekki kaupa eitt einasta blað þegar Survivor 3 fer í loftið.

Þú hefur komið því orði á DV að þar stundi fólk ekki atvinnublaðamennsku, ekki er ég hissa, en þú hefur líka komið því orði á DV að þar rífi starfsfólk blaðsins kjaft við áskrifendur og viðskiptavini.

Að segja fólki að “eignast líf” þar sem það horfir á einhverja sjónvarpsþætti sem þér er í nöp við!
Af hverju geturðu ekki bara sleppt því að horfa á þættina sjálfur og látið þar kyrrt við liggja?

Er skemmtilegra að skemma fyrir öllum öðrum?

Vinsamlegast ekki vera að svara mér með eintómum stafsetningaleiðréttingum, því kunnátta í stafsetningu bætir ekki upp fyrir gríðarlega vankunnáttu í blaðamennsku.

- Pixie