Jæja elsku Hugarar þá er lokið enn einum þættinum af Survivor og var þessi þáttur alls ekki eins og maður átti von á. Í fyrsta lagi vegna þess að Sue tók þetta atvik með Richard mjög inn á sig og skil ég það svo sem að vissu leiti en að mínu mati voru viðbrögð hennar alltof harkaleg og þið tókuð eftir því að hún leyfði Jeff ekki að komast að þegar að hún hellti úr skálum reiði sinnar vegna þess. Hún ákvað að hætta sem mér fannst vera fáránleg ákvörðun en tek líka fram áður en ég verð skammaður að auðvitað getur maður ekki gert sér í hugarlund hennar tilfinningar sem virðast ekki vera óbældar svo vægt sé til orða tekið. En niðurstaðan var sú eftir smá umræðu að halda keppnina þrátt fyrir að hún væri farin og var hún virkilega skemmtileg og örugglega gaman að prófa svona en ég spyr ykkur: hefðuð þið ekki frekar viljað fá eitthvað að tyggja frekar en kaffipoka?
Afleiðingin af brotthvarfi Sue var sú :) að ekki var Immunity tsjallens um kvöldið af skiljanlegum ástæðum. Þá eru tveir keppendur dottnir út af óeðlilegum orsökum en ég verð að viðurkenna það að ég skildi Jennu alveg fullkomlega þegar að hún fór burt vegna veikinda móður sinnar, þar gat ég sett mig í hennar spor.
En eruð þið ekki líka sammála mér í því að eftir því sem á leið að þá fór þetta að vera gruggugt vegna þess að þegar að annað auglýsingahléð kom að þá var ekki ennþá komið að reward challenge sem gerist alltaf eftir fyrsta hlé. Þegar að þátturinn var kominn á þetta stig að þá hugsaði ég þetta verður eitthvað öðruvísi en vanalega sem varð svo reyndin.
En til að klára þetta að þá var greinilegt að fáir söknuðu Sue sem voru með henni í liði nema þá kannski stelpurnar en það virtist bara vera vegna þess að það fækkaði í liðinu og gerði það veikara að því leitinu til. Svo það sem eiginlega útrýmdi þeirri litlu samúð sem ég hafði með Sue var það sem Rupert talaði um að hann hefði eytt með henni um klukkutíma í að fá hana að mig minnir ofan af því að fara í mál við Richard (pæliði í þessu aðeins, Sue is going to sue:) og fara fram á 10 milljónir dollara í skaðabætur. Ég veit ekki en vitandi þetta að þá dró ég aðeins í efa “þjáningar” hennar út af þessu máli og ég hlakka til að sjá lokaþáttinn þegar að allir sitja saman því að þá munu þau sitja hlið við hlið þar sem hún fór á eftir honum.
Ég veit að skoðanir um þetta Richardsmál eru örugglega mjög skiptar, sérstaklega þar sem að kannanir sem voru í gangi þegar að fyrsta þáttaröðin var í gangi sögðu að hann væri hataðasti maðurinn í bandarísku sjónvarpi og og örugglega margir sammála því hér á landi að ekki á þetta eftir að gera hans líf betra, þannig að endilega komið með ykkar skoðanir á þessu máli án þess að rífa mig í tætlur.
Kveðja Sibbis