Ok, ég vil byrja á að segja að ég hef sterkar skoðanir. Ef að þú hefur eitthvað á móti því sem þú ert að fara að lesa þá er það þér að kenna. Þú lest þetta á eigin ábyrgð og ég vil ekki hlusta á eitthvað fucking skítkast bara vegna þess að þú ert ósammála. OKEY! Gott.

Ég vil byrja á því að segja það að það að horfa á þáttinn hér fyrr í kvöld var eins og slæmt bílslys. Það er ógeðslegt, og mann langar til að líta undan, en einhverra hluta vegna virðist það reynast manni ómögulegt. Hálfvitaskapurinn í Sue var alveg að ganga fram af mér.

Fyrst, segjum sem svo að þetta sé satt sem hún segir. Akkuru beið hún þá með það þangað til daginn eftir að fara í tilfinningalegt uppnám og væla eins og köttur í deyfingarlausri geldingu?
Og hvaðan í andskotanum fær hún þá heimskulegu hugmynd að einhver karlmaður, gay or straight, vilji á einvhern hátt koma nálægt bykkju eins og henni, hvað þá á kynferðislegan hátt!? Þessi manneskja á svo alvarlega bágt að það hálfa væri nóg.

Og þessi þáttur sýndi á fullkominn hátt heimsku bandaríkjamanna að trúa þessari vitleysu. Jafn sársaukafullt og mér finnst það að viðurkenna það, þá var Boston Rob sá eini með eitthvað vit í kollinum í þessum þætti þegar hann sagðist ekki vera viss um frásögnina hennar. Það er sennilega rétt hjá honum að hún sé bara að gera þetta til að geta kært hann seinna, það kæmi mér ekki á óvart frá henni.

Og jafnvel þótt að þetta væri satt hjá henni (sem ég er sko alls ekki að gefa í skyn) þá, eins og Rupert sagði, hefði hún auðveldlega getað tekið allt öðruvísi á málinu. Hún hefði getað sagt eitthvað, hún hefði getað ýtt honum frá sér. En NEI!
Hún ákvað að bíða aðeins, svo fékk hún þessa snilldarhugmynd! Hún gæti auðveldlega sloppið úr þessum leik án þess að þola þá niðurlægingu að vera rekin og fengið frábæra athygli í þokkabót.
Ég verð bara að segja það, ég þoldi ekki þessa manneskju í seríu 1, en núna fyrirlýt ég hana.

Ef að Survivor stjórnendurnir fara ekki að vanda betur valið á keppundunum, þá munu þeir svo sannarlega missa einn stóran fan.
Ég þakka fyrir mig, og ég vil minna á að vera ekki með eitthvað skítkast. Þetta er mín skoðun og ef þú hefur eitthvað sökótt við mig, þá er það þitt vandamál, ekki mitt.
In such a world as this does one dare to think for himself?