Bara byrja á að vitna í sjálfan mig “Rudy út? Það er því miður ekki möguleiki tel ég nema eitthvað slæmt skeður fyrir hann.” og hvað gerist ? hann meiddist á öklanum svo hann var haltrandi mikinn hluta af þættinum og ekki reyna að segja að það hafi ekki verið ástæðan fyrir því að hann fór.
Leitt að það er til svona mikið af heimsku fólki hér á huga, þá á ég við commentin í lok síðustu greinar. En nóg um það, ungunum er fyrirgefið!

Þátturinn byrjaði á að sýna vonbrigði Saboga að detta út voru öll eitthvað niðurlút svo var farið og náð í póstinn og þá var það kista með þrem lásum á og kom seinna í ljós að það eru hrísgrjón í henni. Fóru þau svo bara strax eftir það í fyrstu keppnina upp á verðlaun, þ.e. ekki friðhelgiskeppnin.
Einn hjá Moga Moga og Chapera fengu að hvíla. Svo fóru allir hinir i ættbálkunum og þetta var falið í því að Það voru spýtur á kafi í vatninu og áttu allir meðlimir ættbálksins að fara út og na i þá og svo skila henni heim og mynda nokkurs konar stiga og svo fóru allir nema einn og náðu í næstu svo allir með tveir og svo framvegis.

Rudy var ansi þreyttur eftir fyrstu ferðina og hvíldi strax, gamall greyið! Saboga vann svo þetta og verðlaunin voru teppi ! eða þau máttu fá “tin” eða eitthvað til að hjálpa við að kveikja held en þá fengu allir hinir það líka sem mér fannst frekar slappt áttu ekki að hafa það þannig! :p frekar bjóða það sama í næstu keppni fyrir þá ef þeir vinna.

Svo allir fóru glaðir heim nema náttúrulega Richard Hatc sem hélt áfram að “shockera” alla með að vera nakinn samt voru meðlimir hans ættbálks orðnir frekar vanir þessu og fannst þetta bara frekar fyndið.

Svo var komið að friðhelgiskeppninni!
Byrjuðu út á sjó og áttu að kafa niður á mikið dýpi og losa fullt af lóðum úr bátnum til að koma honum upp, Saboga voru svona mínútu á undan hinum að gera það og en þá átti að snúa honum við og gekk það bara ekki alltof vel. Ákváðu frekar að ausa úr honum með fötum sem þau fengu meðan Moga Moga ef ég man rétt tók hann bara upp á plankann og sneri honum þannig við svo að það var ekkert vatn í honum og eftir það átti að sigla í land og voru Þeir lang fyrstir! Svo var barátta með Saboga og Chapera(eða moga moga ekki viss) en Chapera höfðu það og lentu í 2 sæti svo það var Saboga sem þurfti aftur að fara á tribal council.

Svo var komið á þinginu.
Hélt t.d. Rudy að Ethan væri á leiðinni út en þá sviku Jenna og Jerri hann og kusu Rudy út og voru eitthvað grátandi? Hvað eru þau að gráta? deal with your decision! Á ekki að sjást svona rugl, ákváðu að svíkja hann og fara að gráta? well nóg um það. Rudy var að vonum hundsvekktur og hótaði öllu illu við stelpurnar. Hefði ég viljað að karlarnir tækju sig saman og hentu leiðindar stelpunum út en þeir höfðu greinilega ekki vitið í það.

Rupert stóð með Rudy samt en það stoppaði ekki að Rudy var kosinn út! Kom hann svo fram í tomorrow show daginn eftir ef ég man rétt og dróg þá til baka allt sem hann sagði og var orðinn mikið róaðari þá að sjálfsögðu!

Endilega benda á villur og einnig ef ég gleymdi einhverju!
Kveðja