Þar sem fyrsti þátturinn er búinn og maður er búinn að sjá hverjir eru að hanga og tala saman þá langar mér að birta mína spá um hverjir séu í hættu fyrir þátt 2.

Saboga:
Ef Saboga tapar friðhelgi aftur þá fer ég ekki að trúa að Rupert, Jenna L og Jerri sparki Ethan út. Þau þurfa á líkamlegum styrk að halda og þótt Rupert sé sterkur maður þá er hann ekki jafnsterkur og Karlanir í hinum tveim ættbálkunum til samans. Ég held að Jerri, Jenna Lewis og Rupert muni fórna frekar hinum veiklulega bandalagsmanni sínum Rudy umfram Ethan. Jenna Lewis var með Rudy í survivor 1 og var þeim ekki vel til vina þannig að mun spila inn í.
Ethan er líka í hættu og þótt hann standi utan bandalags þá er hann líkamlea sterkur í frekar veiklulegum ættbálki og það væri glapræði að reka hann.

Mogo Mogo:
Hver vill ekki sjá kyndilinn slokkna hjá Richard Hatch? Allir vilja kjósa út guðföður bandalaganna og ef Mogo mogo fer á þing þá er nokkuð víst að hann verði rekinn út 5-1. Ættbálkurinn er þvílíkt sterkur, Lex og Colby unnu flestar frið og verðlauna keppnir í survivor 2-3 og eru því engir aumingjar. Kathy vann 4 verðlaunar og friðhelgiskeppnir í survivor 4 og Jenna vann 4 friðhelgiskeppnir og 2 verðlaunakeppnir í survivor 6 þannig að það er alveg deginum ljósara að það er til nóg af líkamlegum krafti í mogo mogo. Sú sem er líka í hættu er Shii Ann Huang. Ef henni tekst að vera jafnmikil tík og enni tókst í survivor 5 þá mun hún upplifa Dejavu þegar hún er rekinn út.

Chapera:
Uppáhalds ættbálkurinn minn. Rob C. hefur slæmt orðspor eftir survivor 6 en þar var hann 24/7 að plotta og ljúga sig í gegnum þá seríu. Jeff Probst sagði á Survivor 6 reunion að hann væri gáfaðsti keppandinn sem aldrei hefur unnið survivor og án efa mun það vinna gegn honum hér, mikill refur sem er alls ekki treystandi. Hinir fimm í chapera vita þetta og þar sem Rob C. er ekki líkamlega sterkasti meðlimur ættbálksins þá er hann í gífurlegri hættu. Sá sem er líka í hættu er Sue Hawk. Ef hún er svo gáfuð að drekka óhreinsað vatn og veikist þá er enginn þörf á að halda henni lengur en þarf. Rob Mariano og Amber eru saman í bandalagi og því ættu þau að vera nokkuð örugg.

En svona stutt Recap:

Saboga: Rudy. til vara Ethan.
Mogo Mogo: Rich, til vara Shii Ann.
Chapera: Rob Cestrino, til vara Sue.