Ég var að horfa á Survivor Allstars fyrsta þátt og mér þótti lítið til hans koma.

Ég er Survivor-aðdáandi og bjóst við að sjá alla þarna virkilega kunna til verka og vera orðin vel góð í þessu eyðieyju concepti.
Sú var ekki rauninn, þessir keppendur sem taka það skýrt og greinilega fram að þau séu öll “The best”, HALLÓ þau geta ekki einu sinni kveikt eld… Allir vælandi og nuddandi saman
spýtum… come on..

Ég var að horfa á þetta og setti mig í þeirra spor og hugsaði hvernig getur þetta fólk verið svona vitlaust að undirbúa sig ekki betur. “Hvað með að mæta á nokkra skátafundi fyrst að maður á nú að búa á eyðieyju”. Plús það að í hverjum flokki þarna var
manneskja með gleraugu… en eins og flestir vita sem hafa verið
í eðlisfræði í grunnskóla, þá er hægt að kveikja eld með því
að halda gleraugum í réttri stöðu miðað við sólina til að mynda
brennipunkt á því sem maður ætlar að kveikja í. Alveg eins og með
stækkunargleri.

Ég hefði persónulega lesið mig eitthvað til um að lifa af á
eyðieyju áður en að fara, en kannski er það bara ég sem hugsa svona, ég veit ekki. Allir í þessum þætti voru samt alveg jafn
bjargarlausir og fyrst þegar þau fóru í survivor.

Svo horfði ég líka eitthvað á þetta survivor maraþon á skjá-einum
og það var eitt sem vakti undrun mína. Á öllum stöðunum voru villt dýr. Það tókst engum að fanga slíkt dýr því að þær gildrur sem voru settar virkuðu aldrei, eða þegar reynt var að hlaupa niður dýrin. Það datt engum í hug að smíða sér boga??? Þetta er
forfaðir byssunar og þegar þú hefur enga byssu til að skjóta
svínið með þá notarðu boga.

Kveðja Bobby
Say goodnight Bobby