Tilhlökkunin rosalega mikil að sjá fyrsta þátt af vonandi bestu seríu ever af survivor. Vissi fyrirfram hverjir myndu vera þarna, gaman að sjá Hatch aftur og hans “hroka”. Bara snillingur.
Leiðinlegt hins vegar að sjá t.d. Shi Ann þarna, mjög leiðinleg hreint út sagt. Jenna sýnist mér hafa lært sína lexíu og ætlar ekki að vera pain in da ass en maður veit aldrei.
Sjálfsögðu hefði verið gaman að sjá Rob frá síðustu þáttaröð og Jon saman en Rob virðist bara hafa mætt og spurning af hverju Jon fékk ekki að koma eða hvort hann hafi viljað.

Byrjaði að þau komu í fylgd hermanna til að koma í veg fyrir að þau “sæjust” og þau höfðu enga hugmynd hverjir voru þarna fyrir utan hina 5 félaga sína. Þau fengu að vita strax hvar vatnið væri og þau fengu að vita að þau yrðu að redda sér eld sjálf. Ég því miður man bara nafnið á ættbálknum Saboga sem Rupert er í en allavega það var fyndið að sjá Hatch sitja hjá þegar í raun hann kynni auðveldlega að gera eld sem ég vel veit en honum finnst allir aðrir svo “skinny” og hann er ekkert að svelta að hann sleppir því að hjálpa til, skil samt ekki af hverju hann gerir það ekki enda mun þetta ekkert hjálpa þeim að vinna keppnir.

Jæja svo voru allir ættbálkarnir kallaðir saman og sagt frá fyrstu þraut dagsins, komu fyrst bara tveir en síðan til undrunar margra kom sá þriðji. Hatch greinilega ánægður með að sjá Rupert fyrir einhverjar ástæður, finnst hann kannski verðugur andstæðingur? Hver veit!

Jæja fyrsta keppnin var þannig að þau byrjuðu á fleka úti í sjó. Hatch byrjaði að fara úr stullunum og ætlaði að synda þetta nakinn, en hafði verið nakinn mikinn hluta þessar fyrsta þáttar.
Allavega, Þetta var þannig að þau höfðu eld til að kveikja á akveðnum stöðum, fyrst átti að leysa annan fleka og svo fara með hann í land og kveikja á stöðum í leiðinni, svo átti að draga hann undir “spýtur” einhvers konar og taka hann upp og hlaupa yfir the finish line. Saboga voru mjög lengi að koma sér af stað en fóru að draga á hina fljótlega en allt kom fyrir ekki, Saboga tapaði og fór því á þing!

Rupert ekki vanur að tapa svona en sigrinum var nú auðveldlega gleymt fannst mér enda folk á fullu byrjað að ræða saman um hver ætti að fara. Valið var á milli Jennu og Tinu. Rupert og Rudy stjórnuðu þessu alveg en þeir höfðu gert bandalag fyrr. Margt var talað um að sigurvegarar ættu ekki skilið að vera áfram, sem mér finnst mjög slæmt viðhorf og vona að þessi Jenna fari sem fyrst(ekki swimsuitmodelið). Efast samt um að Saboga eigi eftir að vera í siðasta sæti aftur í keppni um friðhelgi.

Því fór sem fór og Tina var sent heim, vonaði að Jenna færi en nei Tina því miður en samt fyndið að sigurvegari hafi farið fyrstur heim, hlýtur að hafa verið ömurlegt að upplifa þetta og í fyrsta sinn sem hún er send heim og það sú allra fyrsta. Now she knows how it feels býst ég við.

Skemmtilegur þáttur og lofar góðu um framhaldið. Gaman að sjá Rupert og Rudy gera bandalag og held ég að þeir eigi eftir að komast ágætlega langt á því en efast alla leið. Ethan á örugglega eftir að vera með þeim, kæmi allavega lítið á óvart að ef þeir þrír yrðu eftir þegar sameinaðir urðu ættbálkarnir þá myndu þeir líklega standa saman. En ég spái að ef Saboga tapi þá fer Jenna.

Vona að fólk hafði gaman af og endilega segja mér frá villum og því um líkt.
Kveðja