Ég ætla að skrifa um það sem mér fannst um nokkra keppendurna.

Osten:Osten var einfaldlega ekki nógu mikil sál í þennan leik,hann var einfaldlega of viðkvæmur.Hann var hræddur við öll dýrin og virtist bara alltaf vera einmanna.Sá hann til dæmis aldrei brosa nema þegar að hann var kosin út.
Hann sagði að heilsa hanns væri meira virði heldur en miljón dollarar því að hann varkjaði í allan líkaman.
Það verður að taka með í reikningin að Osten er með þennarn risa líkama og hann þarf aðeins meiri næringu heldur en margir aðrir.

Savage:Andrew Savage var snillingur,hann spilaði leikin vel.Hann tók forystuhlutverkið í Morgan en var óheppin að komast ekki inn í bandalag við samrunan og því fór sem fór og hann var kosin út.Hann varð útundan

Rubert:Rubert var frábær!Þessi bangsi veiddi í matin,hann vann nánast friðhelgis keppnirnar fyrir Drake,hann peppaði upp móralin hjá félögum sínum þegar illa gekk og var sá eini af þessum hópi sem mér fannst kunna almennilega að lifa af í óbyggðum.
Hann vann alla á sitt band sem sýndi sig í því að hann er lang vinsælasti Survivor keppandi sem nokkurn tíman hefur birst í þáttunum.Ég held að maður eins og hann gæti bara ekki unnið Survivor því að hann verður bara kosin út því að hann er talin vera ógn.

Jon:Jon er án efa einn snjallasti Survivor keppandin frá upphafi.
Hann lét ekki mikið að sér kveða í fyrstu en við samrunan tók hann til sinna mála,hann myndaði mörg bandalög við alla keppendurna og hann nánast réð hver yrði kosinn út hverju sinni.
Ég get ekki hugsað þá hugsun til enda þegar að fólkið sem keppti í þessari seríu horfir á hana og sér hvað hann hafði það algjörlega á valdi sínu.En hann gerði 1 mistök sem kostuðu hann mikið,hann fór í ferðina með Burton og með því gróf hann sína gröf.Hann var ekki sterkur,en hann var snjall.

Lill:Lillian er keppandi sem ég þoldi aldrei,alveg frá því að ég sá hana fyrst.Hún er alltof tilfininganæm til þess að vera í svona leik og ég hélt stundum að hún ætlaði að fá hjartaáfall ef hún laug eða gerði eitthvað “ljótt” og oft náði hún að breita engu merkilegu upp í algert drama.Hún klúðraði leiknum alveg með spurningunum frá kviðdómnum.Hún svaraði þeim algerlega út í bláinn og það var það eina sem komst að hjá henni var að tilkynna það að hún væri ekki vond manneskja.
Lill var ekki líkamlega sterk,ekki snjöll og var ekki í neinu alvarlegu bandalagi.Hún var jú með Burton og Jon en þeir notuðu hana bara til þess að kjósa með sér.
Ég efa það ekki að hún er alveg frábær persóna og góð manneskja en þetta var bara of mikið fyrir hana.


Sandra:Sandra bara var þarna,maður tók ekki mikið eftir henni.Hún var aldrei skotmark á þingjum því að enginn tók hana sem ógn og virtist eins og að fólk héldi bara að hún myndi detta út af sjálfu sér.Mér fannst hún eiga alveg skilið að vinna,þetta er ákveðin taktík að vera ósýnilegur og hún virkaði fyrir Söndru.

Survivor er skemmtilegur þáttur því að maður nær að skyggnast inn í hvað fólk er að hugsa og hvernig fólki líður.Maður kemmst mjög nálægt tilfiningum fólks.Skemmtilegar persónur eru líka í þessum þáttum og hlakkar mig ekkert smá til þess að sjá Survivor all stars.

Síðan ef að þið hafið áhuga þá er verið að leita að fólki í Survivor 9;)en það er annað mál
Með fyrirvara um stafsetningarvillu
Ekkert er leiðinlegra en leiðinleg undirskrift!