Þetta var tvöfaldur úrslita þáttur sýndur núna síðastliðinn mánudag, fyrsti þátturinn byrjaði óvenju rólega allir bara slappa af en svo byrjaði Jon að láta Dörruh og Lil byrja að rífast og Lil pressaði á Dörruh til að segja henni hvort hún ætlaði að taka hana með í úrslitin eða ekki, ótrúlega frek Lil og fer mjög í taugarnar á mér að hún gerir þetta.

Allavega svo var komið að immunity challenge, engin verðlaunakeppni núna bara beint í immunity challenge og það var spurningarkeppni og átti að svara einhverjum spurningum varðandi Pearl Island. Það voru 5 lið. Þau 4 öll í sér liði, þ.e. ein og svo fékk kviðdómurinn að vera 5 liðið öll saman og þau sem voru fyrst til að svara 5 spurningum ynnu. Ef kviðdómurinn myndi vinna fengi enginn immunity.

Auðvitað vann svo kviðdómurinn enda með Rupert í farabroti og hann virðist vita allt um þetta, en klúðraði reyndar einni spurningu um hvað væri best að gera til að forðast hákarlaárás, kviðdómurinn svaraði að vera kjurr en Jon jafn klókur og hann er svaraði náttúrulega að maður ætti bara ekki að fara útí vatnið.
Þetta endaði þannig að kviðdómur 5 stig, Jon 4 stig og hin þrjú voru með 3 2 2 held eg, man ekki alveg hver var hvað :)

Allavega þar sem enginn fékk immunity endaði þetta með því að Darrah var kosin út eins og búist var við og voru þá Jon, Lil og Sandra eftir fyrir seinasta immunity challenge.

Daginn eftir vöknuðu þau snemma til að kveðja “látna” félaga með að brenna kyndla þeirra á sjórænginja skipi og segja nokkur góð orð um þá. Ágætt að horfa á þetta en samt sem áður smá svona sóun bara á tíma :)
Eftir að þau hefðu lokið við það með að skjóta úr byssum sínum á skipið til að brenna það þá áttu þau að fara um leið á friðhelgis áskorununa sem var líkamleg eins og hún hefur ávallt verið í lokinn og oft hefur stúlka staðið uppi sem sigurvegari, þetta snerist líka um jafnvegi reyndar, kannski ekki mjög líkamlegt en þetta var þannig að þau voru á bakka útí ruggandi sjónum og máttu ekki láta hnéin eða rassinn á hann en máttu setja hendur og þetta er náttúrulega líkamlegt enda mjög mikið erfiði á líkamann og mörgum til undrunar(reyndar ekki mér) vann Lill.

Finnst þetta nú bara mjög slappt hjá Jon að hafa ekki tekið þetta og má hann sjálfum sér um kenna, Lil er náttúrulega gömul kona og hann ungur maður. Lil hafði samt farið í aerobic hef ég man rétt svo það gæti verið ástæðan held samt hún hafi verið í miklum sársauka en faldi það mun betur en Jon.

Sandra datt fyrst út eftir að hafa tapað jafnvægi eftir 30 min eða svo, klukkutíma seinna datt svo Jon út því hann einfaldlega gat ekki meir, vantaði kannski viljastyrk? :)

Svo Lil vann það og restin af deginum var eytt í fyrir Söndru og Jon að tala við Lil og sannfæra hana um að taka sig með í úrslit.
Sandra hélt að Jon myndi fara áfram því hann var náttúrulega mjög svikull en Lil svo vitlaus sem hún er valdi Söndru til að fara með sér áfram í úrslit. Reyndar hefði hún tapað either way, kannski með minni mun hefði Jon farið í úrslit með henni.

Svo var komið að kviðdómnum að spurja, Lil var einfaldlega bara rústað í því af Söndru og Sandra var miklu rólegri og yfirvegari en Lil. Lil bara var í ruglinu og klúðraðu þessu algjörlega hjá sér svo að mínu mati var þetta rétt val og Sandra átti líka mikið frekar skilið að vinna en Lil sem hafði fyrr verið kosin út en aldrei verið skrifað nafn Söndru á blað(reyndar þá gerði Jon það eiginlega en bókstaflega gerði hann það ekki(þ.e. í final 3 þá varð jon natturulega að kjósa Söndru :)).

Sandra vann svo með 6:1 atkvæða mun sem var bara greinilegt þegar það voru sýnd atkvæði sem var stór feill. Tijuana atkvæði var sýnt og hun var síðust og fannst mér það bara þýða að hin atkvæðin voru öll til Söndru og hafði ég rétt fyrir mér og vann húm mér til mikillar ánægju(betra hún en Lil).
Eins og Margir hefði ég frekar viljað sjá Jon vinna af þessum final 3 en svona er þetta.

Allstarsþátturinn verður svo næst í febrúar ef ég man rétt, það er komin önnur grein um hverjir verða í þættinum en ég á eftirað skoða hverjir úr þessum þætti komast utan Ruperts. Held að Rupert, Sandra og Jon fari samt alls ekki viss með Jon, vona það bara :) 2 milljónir punda í boði næst og verður mjög gaman að horfa á þann þátt þo maður hafi ekki horft mikið á fyrstu seríunar.

Endilega segið ykkar skoðanir á þessu og bætið við ef mér vantaði eitthvað :)
Kveðja