Jæja ætli maður sendi ekki grein því maður hefur tíma :)

Þessi þáttur byrjaði sko alls ekki á rólegu nótunum eins og vanalega, Sandra byrjaði að rífast við Jon og svo tóku þau eftir þvi að fiskurinn var allur farinn. Fyrst var talað um að Sandra gerði það og hun sagði nei og gæti ekki hafa gert það því hún var að rífast við Johnny “fairplay” :) allan tímann. Svo því var skellt á Christu og hún fór eitthvað að væla yfir því og talaði um að hún væri næst.

Allavega, verðlaunakeppnin var þannig að vinir og vandamenn kæmu og færu á plankta. 3 stiga planki sem endaði svo á 4 stigi í sjónum. í 3 skipti í röð þar sem maður getur tekið aðra úr leik.
Í þessu átti maður að svara spurningum og vera með sama svar og ættingjar manns. Ef maður naði þvi matti maður lata ættingja annars labba lengra út.

Það komu allir ættingjar inní í einu og það var grátið að venju og svo kom vinur hans Jons og hann sagði honum að Amma hans hafi dáið og honum var virkilega brugðið og fór eitthvað að gráta þá ákváðu hin eiginlega að gefa honum bara verðlaunin þannig hann fékk að vera aleinn á ströndinni meðan hin þurftu að fara á aðra strönd og lifa þar heila nótt.
Svo kom í ljós að Jon var að ljúga og þetta hafði verið LÖNGU planað að gera þetta sem að minu mati var natturulega hrein snilld þótt ég hati Jon þa verð eg bara að segja að hann spilar þennan leik eins og pro.

Jæja svo var komið að immunity challenge og þá fékk maður orð sem maður átti að búa til önnur orð úr. Orðin voru Survivor Pearl Island ef eg man rétt og matti nota stafina úr þeim til að búa til önnur ef maður gerði eitt vitlaust þa var maður úr. Þau duttu eitt af öðru úr, T, Jon og Christa og svo kom að Burton og hann náði öllu réttu og þá var fólk ekki alveg nægilega glatt en svo þegar þau voru að ganga í burtu stoppaði Jeff þau og sagðist hafa spottað mistök hjá Burton svo hin 3 sem voru eftir(Lil,Darrah og Sandra) fengu að keppa aftur og fengu ný orð því þau hefðu talað sitthvað um orðin. Stóð Darrah upp sem sigurvegari úr því og þá mátti sjá bros.

Svo þegar komið var í búðir var haldið áfram með alls konar plot um hver næst átti að fara og var ýmist talað um að Burton eða T ættu að fara. T, Darrah, Sandra og Christa voru buinn að samþykkja það að Burton ætti að fara en svo gerði T mikil mistök og talaði við Jon um þetta. Jon notaði þessar upplýsingar til mikills og talaði við Söndru og Christu um að kjósa T og þótt ótrulegt sé þá tókst það og T fór út. Johnny er með ALLA í hendum sínum hann gjörsamlega stjórnar leiknum og mér er farið að líka betur og betur við hann. Hann er ekki mikið ósvipaðari og Rob nema kannski meira hrokafyllri.
Verður gaman að fylgjast með næstu þáttum.
Kveðja