Mig langaði bara örlítið að koma minni skoðun á framfæri þar sem ekkert hefur verið skrifað um þættina í einhvern tíma.
Í síðasta þætti voru allir að tala um að reka Rubert heim, Ryan o., Burton, Lill, T. og D. voru búin að komast að þeirri niðurstöðu að það væri best en það kom manni í sjálfu sér ekkert á óvart. Aftur á móti varð ég svolítið skúffuð þegar Christa og Sandra fóru að tala um það líka. Ég veit ekki hvað hann er búinn að hjálpa þeim mikið og mér finnst nú alveg lágmark að halda í hann þangað til þau verða bara þrjú eftir (miðað við að gamla áætlunin þeirra hefði gengið eftir).
Það fór nú sem betur fer ekki svo að Rupert færi heim því hann vann friðhelgi svo litli sæti Ryan fór heim.

Þetta er fyrsta serían sem ég ætla að fylgjast með frá upphafi til enda. Ég gafst upp á þar síðustu seríu, fannst fólkið þar einfaldlega leiðinlegt, síðasta serí endaði aftur á móti fáránlega - fröken grenjuskjóðu sundfatamódel fékk allt. Það hefði verið miklu sniðugra ef Matt sækó hefði unnið ;) Hann var búinn að vera svo dularfullur allan tímann.
Núna aftur á móti eru svo sterkir karakterar s.b. Rubert, Sandra, Burton og Lill. Það er ekki nokkuð leið að sjá hvernig þetta spilast út og ég hlakka til á hverjum mánudegi ;)

Tíminn er hlaupinn frá mér en ég vil hvetja fólk til að láta þetta áhugamál ekki drabbast niður.