jæja, þá er þessi þáttur búinn og ég ætla að reyna að útskýra þetta fyrir ykkur sem sáuð þáttinn ekki.

Þátturinn byrjaði hjá Drake, þar sem Rubert vildi hækka skýlið til að koma í veg fyrir bit um nætur. Jon var mjög hjálpsamur, og varð brjálaður þegar hann sá að Shawn gerði ekki neitt. Þeir lentu í stóru rifrildi sem endaði með því að Jon labbaði í burtu. Sandra var ánægð með að Jon hefði látið Shawn heyra það, því allir voru orðnir nett pirraðir á honum.

Í Morgan kom þessi líka helv. skemmtilegi pelikan í heimsókn, og Osturinn varð hræddur og vildi kála honum. Ryan O er dýravinur og reyndi að leika við fuglinn, og augljóst var að fuglinn var alls ekki styggur.

Í verðlaunakeppninni voru verðlaunin matur. Humar, Steikur, Krydd, og Grill. Keppnin snérist um að skjóta úr fallbyssum á skotmörk. Þetta var orðið svo fjandi spennandi undir lokin að ég datt hreinlega úr stólnum. Drake unnu þetta að lokum.

Jon fór til að ræna frá hinum hópnum, og augljóst var að hann var ekkert alveg velkominn þangað. Fólkinu í Morgan þótti Jon montinn, og hrokafullur. Því miður man ég ekki alveg hvað það var sem hann tók, en það skiptir svosem ekki miklu.

Í Drake var haldin veisla með verðlaununum og allir voru svaka happy.

Ammuniti Challengið snérist aðallega um að vera sterkur, því hver flokkur (2 úr hverjum) áttu að ákveða hverjir héldu á löngu priki yfir axlirnar og þunga sandpoka á hverjum enda. Fyrstir voru valdir Ostur og Rubert, og sá fyrrnefndi datt fyrstur út. Það voru síðan settir fleiri pokar á Rubert og hann datt út. Þá var Ryan O ennþá í leiknum. Svona gekk þetta bara þar til allir úr Drake voru dottnir út og Morgan vann (því miður:( )

Í Drake var e-ð plott í gangi um að kjósa Rubert út úr leiknum. Að sjálfsögðu varð hann ekkert ánægður með það þegar hann komst að því, og bað Shawn að vera með sér í bandalagi og reyna að komast tveir áfram í sameininguna.

Þegar á kosningastaðinn var komið talaði Jeff við þau eins og venjulega í svolítinn tíma, og svo kom loks að kosningunni. Þar kusu allir annað hvort Rubert, eða Trish, en Trish fékk fleiri atkvæði og fór (á þessum tímapunkti var ég við það að slökkva, því ég hélt að Rubert væri að fara).

Þá var þátturinn búinn, og ég horfði spenntur á brot úr næsta þætti (sem vám. verður ábyggilega mjög góður, og það verður e-ð rosalegt þar; ALLIR AÐ HORFA)

Takk fyrir mig:

maddisnill