Þessi þáttur byrjaði á rólegunótunum bara náttúrulega fýla í Morgan ættbálknum yfir að hafa ekki unnið neitt.

Ætla nú bara fara strax yfir í fyrstu keppnina. Verðlaunin fyrir þá keppni var eitt kort af fjárssjóði(eitt af þrem að ég held). Fólk orðið vel spennt og Skinny Ryan vissi að núna varð hann að reyna 100% á sig.

Þrautin var þannig að það voru 5 fjarsjóðshlutir faldnir á botinum(perlufesti og eitthvað). Það var reyndar merkt hvar og áttu þau að kafa eftir hlutinum og láta hann í fjarsjóðskistu rétt hjá. Aðeins einn mátti fara í einu. Svo þegar hver var buinn að setja sinn hlut í kistuna og sá seinasti farinn alla leið til baka átti allur ættbálkurinn að fara af stað og setja kistuna á reit og hann myndi vinna.

Drake vann þessa þraut sem kemur örugglega ekki mörgum á óvart og ekki heldur að Ryan klúðraði þessu alveg fyrir sinn ættbálk. Hann virtist fyrst eiga í erfiðleikum að opna kistuna, erfiðleikum með “sundgleraugun(svo hann tók þau af sér)” og svo einnig sýndist mér hann eiga í öndunarerfileikum. Tafði þetta all svakalega fyrir Morgan ættbálknum og endaði með að Ryan fór til baka og lét annan fara af stað og ákvað að sleppa bara sjálfur.

Á meðan gerði Drake ættbálkurinn enginn mistök og komu LANGT fyrstir í mark.


Svo var komið að immunity challenge keppninni. Hún var dálítið furðuleg og fattaði ég ekki alveg strax hvað átti að gera en svo sá maður það að sjálfsögðu.
Einn frá hverjum ættbálki átti að fara útá vatn á fleka með bundnar hendur og svo tveir aðrir áttu að vera með bundnar hendur við flekann sitthvorum meginn. Átti þessi fyrsti að leysa sínar hendur sjálfur og svo leysa hina. Svo átti sá hinn sami að ná í vísbendingu á flekanum. Á meðan átti hinn hluti ættbálksins að draga flekann sem næst landi svo það yrði sem styðst fyrir þau að fara. Svo þegar sá hinn sami var buinn að leysa alla átti hann að taka vísbendingu af flekanum fara með hana á land til hinna í ættbálknum opna hana og leysa þraut. Já svo einnig áttu þau að taka með sér böndin til að leysa næstu þraut í landi.

Þrautin lýsti sér einhvernveginn þannig að þetta var svona hringur og áttu þau að nota böndin með vísbendingum og leggja þau og grafa þar sem þau mættust. Svo áttu þeir að taka fánann sem þar var grafinn setja hann á flaggstöng og reisa hana og allir í ættbálknum áttu að snerta hana og sá ættbálkur myndi vinna.

Það kom heldur ekki á óvart þegar Drake vann eftir brösugu byrjun samt sem áður. Tók Blackbeard sinn tíma að leysa sjálfan sig meðað við Jake eða Ryan man ekki alveg :) Hann var helvíti snöggur og fór fyrst til lands.
En Morgan var nú heldur lengi að opna þetta box þar sem vísbending var inní, hreint ótrúlegt hvað það tók þau langan tima, örugglega hálfa minútu meðan það tók Drake bara nokkrar sekúndur.
Morgan virtist hafa grafið á vitlausum stað eða ekki komin nægilega djúpt svo Drake vann.

Þá var það heldur betur fúllt í Morgan ættbálknum og vildu flestir Skinny Ryan út. Osten var eitthvað að raula við Ryan að hann vildi út, hann væri bara kominn með nóg og gæti ekki hreyft sig(Svo var hann byrjaður að leika sér strax eftir) Virtist vera að Tijuana var eitthvað með hots fyrir honum því hun vildi endilega að hann myndi EKKI fara. Endaði með því að “Skinny” Ryan fór. Allt í lagi svosem að sjá hann fara en hefði viljað sjá aðra.

Endilega segið mér ykkar skoðanir um þáttinn og vonandi gleymdi ég ekki neinu :P
Kveðja