Í gærkveldi ákvað ég að kíkja á sjónvarpið og mér til mikillar undrunar var survivor að byrja einmitt á þeim tíma(hélt hann byrjaði viku seinna af einhverjum skringilegum ástæðum hélt ég það já :P) Spoiler :o

Jæja þetta byrjaði bara svona eins og vanalega fólk mætti svona flest í sínu fínasta tússi og sat og spjallaði saman smástund. Svo kom Jeff og lögðu þau af stað með báti að mig minnir. Þar talaði Jeff við þau og kom í ljós að reglurnar höfðu aðeins breyst. Núna urðu þau að fara í fötunum sem þau voru í og máttu ekki taka NEITT annað með sér. Svo var komið að því að skipta í hópa. Held ég þurfi ekkert að taka fram hver er í hvaða hóp ;)

Jæja svo var stukkið úti og fengu sitthvor tribe-in björgunarhring og á þeim voru skórnir þeirra sem þau fengu leyfi til að sitja þar.
Fyrsta verkefni þeirra var að fara í einhvern bæ þarna nálægt og fara kaupa sér mat, áhöld eða hvað sem þau þurftu. Jeff gaf sitthvornum hópnum ákveðið mikið af pening til þess. Spænska var talandi tungumál þar og einn í Drake hópnum talaði spænsku sem kom sér frekar vel.
Blackbeard eins og ég kýs að kalla hann ákvað að stela skónnum hjá hinum ættbálknum og nota þá til að selja eða skipta til að fá vörur. Gékk það vel hjá honum og hinn ættbálkurinn virist bara ekki fatta það. Drake var að mínu mati betur búinn undir ferðina, fóru þau niður við sjó aftur og leigðu bát og sigldu að áætlunarstað sínum.

Svo áður en líður af löngu eru þau kominn “heim” og byrja báðir hóparnir strax að finna stað fyrir skýli, finna við og byggja skýlið. Morgan ættbálkurinn gerði þau mistök að byggja það alveg við jörðu svo að krabbar skriðu yfir þeim um nóttina. Osten varð að mér sýndist lang hræddastur þótt ótrúlegt sé, hann kom nú inn í þetta sem svaka horkutól massaður og alles.

Drake skýlið var nú bara ágætlega byggt og virtist fólk vera almennt ánæðgara þar og byrjað að gagnrýna eins mikið hvort annað strax allavega.

Þá var komið af því að sjá eina gripinn sem átti eftir að skipta þeim máli!!!! Það var “friðartáknið” Að þessu sinni varð það hauskúpa, fólk kom það nú ekkert svakalega á óvart.
Svo var komið að keppninni. Þau fengu einhvers konar fallbyssu og áttu að fara gegnum einhverjar þreytir þar sem þau áttu meðal annars að skrúfa hana sundur og aftur saman. Þau voru á sömu braut sem mer fannst dálítið fáránlegt þannig þetta var mjög jafnt og gátu ættbalkarnir ekki verið hlið við hlið fyrr en í sprettinum að finish line í lokinn. Eitt fyndið atriði gerðist þar sem Oston átti í erfiðleikunum með að halda nærunum uppi(seldi öll fötin sín í bænum) Svo hann og nokkrir aðrir ákvaðu bara að hlaupa þetta alsberar, ákveðið strategy sagði Jeff. En Drake virtust ætla hafa þetta og voru kominn með ágætisforskot í sprettinum en svo bara festust þeir í sandinum og Morgan ættbálkurinn tók Forskotið. Voru eiginlega alveg kominn í mark og með ágætis forskot þegar þau svo festust! Drake nýlega buinn að losa sig og sigu þeir frammúr og unnu með mjög littlum mun.

Núna voru flestir fúlir í herbúðum Morgan ættbálksins og var farið að tala saman um hvern átti að reka. Fyrst kom nafnið Ryan(yngri) upp þvi að nafni hans Ryan(eldri)(að ég held, ekki kominn með nöfn/andlit alveg á hreint) sagði að hann hafi bara hætt þegar þeir festust í lokinn. Held að það sé alls ekki satt bara Ryan svekktur. Svo kom upp nafnið Lill að hún legði sig ekki fram við erfiðu verkinn bara léttu.

Svo klúðraði Nicole öllu þegar hún blaðraði í Lill um að hún vildi fá Tijuana út og Lill blaðraði því í Ryan(eldri) og svo hann í hana(að mig minnir ;)) til að bjarga eiginn skinni. Virkaði það og var Nicole kosinn út. Fínt að losna við hana og vill ég Jill út næst í þessum ættbálki.

Endilega segið hvað ykkur fannst um þennan þátt, vonandi gleymdi ég engu ! :P
Kveðja